Hefur þig alltaf dreymt um að koma til Argentínu og Suðurskautslandsins? Ertu tilbúinn fyrir ævintýri lífs þíns? Magnað, stórkostlegt og ógleymanlegt ferðalag. Suðurskautið mun skilja þig eftir orðlausan þar sem þú upplifir nýtt ævintýri á hverjum degi á hjara veraldar, hvort sem þú ert á siglingu innan um ísjaka, gangandi á mörgæsasvæðum og virðandi fyrir þér villt dýralíf heimsálfunnar.
Þeir ferðalangar sem heimsækja Suðurskautslandið snúa aftur heim með magnaðar minningar sem aldrei gleymast!
Suðurskautslandið er svo mikið meira en heimur hvítrar auðnar. Komdu með okkur í ótrúlega sjónrænt og fallegt ævintýri í heimsklassa. Sigling á lygndum sjó innan um risastóra ísjaka heimskautsins mun gefa þér nýja sýn á heiminn. Hver veit nema við munum sjá risahvali, mörgæsahópa og töfrandi landslag sem fæstir hafa upplifað.
Suðurskautslandið er syðsta heimsálfan á jörðinni og sú fimmta stærsta í veröldinni.
Suðurskautslandið er kaldasta og vindsamasta heimsálfan og er hún þekkt fyrir mikla íshellu sem inniheldur um 90% af öllu ferskvatni jarðarinnar. Álfan er þekkt fyrir heimkynni ýmissa villtra dýrategunda eins og sela og fjölda ólíkra fuglategunda eins og hinna ófleygu mörgæsa.
Á Suðurskautslandinu er enginn með fasta búsetu en þar er að finna miðstöð fyrir vísindarannsóknir, með fjölmörgum rannsóknarstöðvum sem reknar eru af mismunandi löndum og er fjöldi þeirra sem starfar þar breytilegur eftir árstíðum. En hinn svokallaði Suðurskautssáttmáli, bannar alla hernaðarstarfsemi í álfunni og flokkar álfuna sem verndarsvæði í þágu vísindanna og hefur hjálpað til við að viðhalda henni sem vettvangi friðsamlegrar vísindasamvinnu.
Siglt verður með heimsskautaskipi til heimsins fallegustu staða á Suðurskautinu. Um borð er að finna þrautþjálfaða áhöfn með sérfræðingum um þetta einstaka búsvæðið sog eru þeir fullir af fróðleik sem ekki má finna í handbókum. Um er að ræða ógleymanlega siglingu.
Um borð má finna fjölda sameiginlegra svæða þar sem njóta má ýmissar afþreyingar, heilsuræktar og veitinga af ýmsum toga. Skipið er 105 metrar á lengdina og 18 metrar á breidd. Um borð er 69 manna áhöfn og farþegafjöldinn getur verið 134 einstaklingar. Hraði skipsins nær að hámarki 13 hnútum.
Albatros Hotel í Ushuia
Ferðast frá Íslandi til Argentínu.
Akstur frá flugvelli í Ushuaia og frjáls dagur til að njóta þessarar syðstu borgar veraldar.
Rólegur morgunn í Ushuaia. Síðdegis förum við um borð í skipið og hefjum siglingu yfir Beagle sundið.
Hin ævintýralega sigling hefst á 800 mílna sjóleið gegnum sundið sem nefnt var í höfuðið á 17. aldar sæfaranum Francis Drake. Á siglingunni munum við sjá ísjaka, hvali og albatrossa.
Við upplifum eitt ótrúlegasta dýralíf heims og ólýsanlega fallegt landslagið á suðurskautinu. Tvisvar á dag reynum við að fara í land til að sjá mörgæsir og önnur stórfengleg dýr á svæðinu og fræðumst um þessa mögnuðu heimsálfu.
Við hefjum siglinguna norður til Ushuaia. Hópstjórar halda áfram fræðslu um Suðurskautslandið og við höldum áfram að virða fyrir okkur útsýnið og hvali á leiðinni.
Eftir morgunverð um borð höldum við frá skipi í Ushuaia.
Ferðast tilbaka frá Argentínu til Íslands.
Í þessari ævintýralegu sérferð Tíu þúsund feta fara þaulreyndir íslenskumælandi fararstjórar með í ferðina, þau Rún Kormáksdóttir og Trausti Hafsteinsson. Þau hafa starfað við margs konar ferðaþjónustu í 25 ár ásamt því að ferðast um víða veröld m.a. á framandi slóðir.
Ferðin er flestum fær en í henni má finna styttri og lengri göngur með mismunandi og stundum ósléttu yfirborði. Víða er ferðast um á gúmmíbátum og aðstæður geta verið vætusamar þegar farið er í land og þá þurfa ferðalangar að vera í líkamlegu ástandi til að komast um borð í bátana. Að eiga gott með jafnvægi hjálpar til við öryggi í ferðum. Ef tilhneiging er til sjóveiki, er sniðugt að gera viðeigandi ráðstafanir.
Sigling
Gisting
Fæði
Akstur
Fararstjórn
EKKI INNIFALIÐ