Sumir segja lífið ekkert án ástarinnar, en okkur finnst súrefnið mikilvægara!

Þegar þú bókar ferð með Tíu þúsund fetum rennur hluti af verði ferðarinnar til skógræktar á Íslandi.
 

Tré fyrir ferð!

Þegar þú bókar ferð með Tíu þúsund fetum þá rennur hluti af verði ferðarinnar sjálfkrafa til skógræktar á Íslandi en Tíu þúsund fet sjá til þess að sett verði niður eitt tré fyrir hvern farþega sem ferðast með þeim. Þú getur einnig valið að bæta við fleiri trjám, til dæmis fyrir hvern dag á ferðalaginu þínu.

Jöfnum kolefnissporið saman. Eina sem þú þarft að gera er að bóka ferð, við sjáum um restina.

Hvers vegna eru tré svona mikilvæg?

Skógar fyrir umhverfið! Skógrækt hefur verið skipt í nokkra flokka eftir markmiðum. Nýjasti flokkurinn er kolefnisskógrækt þar sem megin markmiðið með skógræktinni er að binda kolefni til mótvægis við losun. Tré eru nefnilega þeim töfrum gædd að taka til sín kolefni og gefa í staðinn frá sér súrefni út í andrúmsloftið. Tíu þúsund fet vilja leggja sitt að mörkum í þágu náttúrunnar og hvetja þig til þess sama.

Fjögur einföld skref!

Þú ferð í ævintýri!

Um leið og þú hefur gengið frá ferð hjá okkur förum við að undirbúa gróðursetningu í þínu nafni.

Tré fyrir ferð

Hluti af verði ferðarinnar rennur til skógræktar á Íslandi en Tíu þúsund fet sjá til þess að sett verði niður eitt tré fyrir hvern farþega sem ferðast með þeim

Veldu fjölda

Þú getur bætt við eins mörgum trjám og þú vilt fyrir ferðalagið þitt, til dæmis bætt við tré fyrir hvern ferðadag.

Tréð fær ást

Við tryggjum að tréð fái góðan jarðveg til að dafna og vaxa sem best í íslenskri náttúru.

Við erum á samfélagsmiðlum

 

Við höfum gróðursett svona mörg tré með ferðalögum okkar um heiminn

159
 

Skógrækt ríkisins

Tíu þúsund fet vilja leggja sitt að mörkum í þágu náttúrunnar og hvetja þig til þess sama. Hér má sjá hvar Skógræktin gróðursetur okkar tré.