Skemmtisiglingar

Stórskemmtilegt og spennandi úrval skemmtisiglinga víða um heim!
 
Við sérhæfum okkur í stórfenglegum siglingum víða í veröldinni. Slíkar siglingar eru ógleymanleg upplifun og skipin okkar bjóða upp á lúxus og þægindi. Á hverjum áfangastað bjóðast jafnframt vandaðar, fróðlegar og skemmtilegar skoðunarferðir og afþreyingarmöguleikar.

Þú getur hugsað skemmtisiglingu sem fljótandi ferðalag þar sem þú skiptir um áfangastað og vaknar við nýtt útsýni á hverjum degi. Á sama tíma þarftu samt bara að pakka í töskuna þína einu sinni!

Ekki missa af þessum!

Mögnuð upplifun
 

Hvers vegna siglingar?

Siglingarnar eru skemmtilegur ferðamáti þar sem ferðamaðurinn getur notið þess að ferðast án þess að hafa fyrir skipulagningu. Í þeim er allt innifalið og iðulega ferðast til margra áfangastaða. Þetta er kjörin leið til að ferðast á huggulegan og notalegan máta.

Endalaus afþreying

Það leiðist engum um borð. Afþreyingarmöguleikarnir eru endalausir allan sólarhringinn, fyrir fólk á öllum aldri. Þá eru ávallt spennandi dagskrárliðir í boði í landi.

Þægindi um borð

Káeturnar eru fullbúnar þægindum fyrir farþega. Um borð er líka að finna t.d. heilsulindir, líkamsrækt, verslanir, leiktækjasali, kaffihús, veitingastaði, spilasali, sundlaugar, rennibrautir og heita potta.

Góður félagsskapur

Á skipunum okkar er að finna úrval glæsilegra veitingastaða þar sem þú getur notið veitinga með þeim sem þér þykir vænt um. Þá getur þú einnig kynnst samferðafólki víða að úr veröldinni.

Mikið fyrir peninginn

Í skemmtisiglingum færðu mikið fyrir aurinn þar sem allt er innifalið og endalaus afþreying í boði, svo sem einstakar skoðunarferðir, sýningar og kvöldskemmtanir.