Hreyfing fyrir alla

Upplifðu heiminn með spennandi og skemmtilegum hreyfiferðum okkar
 

Tíu þúsund fet hvetja til hreyfingar!

Frábærar hreyfiferðir víða um heiminn. Hreyfing er okkur öllum nauðsynleg til að auka andlega og líkamlega heilsu og vellíðan. Regluleg hreyfing er besta leiðin til að fyrirbyggja ýmsa sjúkdóma og kvilla.

Ekki missa af þessum!

Mögnuð upplifun
 
 

Hvers vegna hreyfing?

25 ára reynsla

Eigendur Tíu þúsund feta, Rún og Trausti, hafa starfað í 25 ár við margs konar ferðaþjónustu víða um heim. Á þeim ferðalögum hafa þau sinnt fararstjórn í ýmsum hreyfiferðum. 

Bætir og kætir

Í hreyfiferðum er boðið upp á hressandi útiveru í fallegu og framandi umhverfi sem hressir, bætir og kætir.

Gaman saman

Í hreyfiferðum kemstu í nánari kynni við ferðafélagana og oft myndast sterk vinatengsl til frambúðar í slíkum ferðum.

Ferð með tilgang

Hreyfiferðir eru ekki bara heilsubót heldur njótum við einnig samvista og komumst í betri snertingu við náttúru, menningu og fólkið á staðnum.