Tíu þúsund fet bjóða nú upp á flotta æfingaferð boltaíþrótta til Puerto de la Cruz, á norðurströnd Tenerife. Strandbærinn vinsæli býður frábærar aðstæður fyrir ferðamanninn; fallegar strendur, góða gististaði, fjölbreytta afþreyingu og stórbrotna náttúru.
Tíu þúsund fet kynna æfingaferð til Tenerife fyrir karla- og kvennalið í ýmsum boltaíþróttum. Ferðin hentar vel fyrir íþróttafólk í til að mynda handbolta, körfubolta og blaki. Miðað er við beint flug frá Keflavíkurflugvelli.
Dvalið er í huggulegum strandbæ á norðurhluta eyjarinnar fögru þar sem finna má allt til alls fyrir sólþyrsta ferðalanga. Æfingaaðstaðan er til fyrirmyndar, jafnt í góðri íþróttahöll sem og flottri líkamsræktarstöð sem hvoru tveggja má finna í göngufjarlægð frá gististaðnum.
Hér er frábært tækifæri til að æfa við bestu aðstæður og njóta óþrjótandi afþreyingarmöguleika á sólríkum slóðum. Þú finnur ekki betri leið til að hrista hópinn saman og æfa liðið fyrir komandi keppnir á Íslandi.
Tenerife er stærsta og fjölsóttasta eyjan af þeim átta eyjum sem tilheyra Kanaríeyjunum. Hún er staðsett mitt á milli eyjanna Gran Canaria, La Gomera og La Palma. Tenerife er eldfjallaeyja sem talin er að hafi myndast fyrir 8 milljónum ára. Hún er í u.þ.b. 300 km fjarlægð frá meginlandi Afríku og í u.þ.b. 1300 km frá meginlandi Spánar. Eyjan er 2.034 ferkílómetrar að flatarmáli og er eins og þríhyrningur í laginu og fer hún hækkandi eftir því sem nær dregur miðju og nær hámarki með Pico del Teide sem er hæsta fjall Spánar í 3.718 m hæð yfir sjávarmáli. Santa Cruz er höfuðborgin þar sem búa um 250.000 íbúar en á eyjunni búa tæplega milljón manns.
Meðalhiti á Tenerife er í kringum 22-25 °C en athugið að hitastigið getur verið lægra upp til fjalla.
Í Puerto de la Cruz er að finna glæsilegan sundlaugargarð opinn almenningi, Lago Martíanez, og flottasta dýragarð veraldar, Loro Parque. Í strandbænum má finna notalegar strandir og óþrjótandi afþreyingarmöguleika, s.s. fjórhjóla- og jetski-safarí, skútusiglingar og fjörugt næturlíf. Ef óskað er eftir geta Tíu þúsund fet líka boðið góða og vandaða þjónustu íslenskra fararstjóra og frábærar skoðunarferðir og afþreyingu.
Æfingar fara fram í flottri íþróttahöll í bænum þar sem liðin fá 90 mínútna æfingatíma á hverjum degi ásamt 60 mínútum í þreksal tvisvar í viku. Notkun á harpix er heimil í höllinni. Íþróttagólf salarins er nýlegt og uppfyllir það alþjóðlega íþróttastaðla. Þá hefur öll lýsing í höllinni nýlega verið tekin í gegn til að hýsa sem flestar íþróttagreinar.
Þrekæfingar fara fram í glæsilegri líkamsræktarstöð í strandbænum. Bæði stöðin og íþróttahöllin eru í göngufæri við hótelið.
Fimmtudagurinn
Ferðadagur (Flug kl. 14:20)
Föstudagurinn
Æfingar & þjálfun. Almenn skemmtun og fjör.
Laugardagurinn
Æfingar & þjálfun. Almenn skemmtun og fjör.
Sunnudagurinn
Æfingar & þjálfun. Almenn skemmtun og fjör.
Mánudagurinn
Æfingar & þjálfun. Almenn skemmtun og fjör.
Þriðjudagurinn
Æfingar & þjálfun. Almenn skemmtun og fjör.
Miðvikudagurinn
Æfingar & þjálfun. Almenn skemmtun og fjör.
Fimmtudagurinn
Ferðadagur (Flug kl. 21:55)
Langar þig til að hrista hópinn saman og æfa við toppaðstæður á eyjunni fögru með vandaðri íslenskri leiðsögn? Vilt þú dvelja á góðu hóteli með allt í göngufæri? Ef svarið er JÁ, þá er þetta rétta ferðin fyrir þig.
Þetta hafa farþegar okkar úr æfingaferðum á Tenerife að segja:
,,Allt upp á 10,5! Allt skipulag stóðst 100%. Við vorum mjög sátt, frábærar aðstæður!“
Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Val
,,Frábært skipulag í virkilega góðri æfingferð. Æfingasalurinn sá besti sem ég hef æft í. Við vorum mjög sátt, frábærar aðstæður og bærinn virkilega hentugur fyrir svona hópa. Þetta er líklega besta æfingaferð sem við höfum farið í, hún var algjörlega uppá 10…þúsund fet!“
Einar Jónsson, þjálfari meistaraflokks karla hjá Fram
,,Þetta var frábær ferð. Höllin er algjörlega til fyrirmyndar, lyftisalurinn mjög fínn og hótelið frábært. Öll aðstaðan var til fyrirmyndar og við vorum hrikalega ánægð með allt og mælum heilshugar með ferðinni!”
Sólveig Lára Kjærnested, þjálfari meistaraflokks kvenna hjá ÍR
,,Þessi æfingaferð var frábær! Höllin og lyftingaaðstaðan frábær. Trausti og Rún hjá Tíu þúsund fetum voru mjög liðtæk við að hjálpa okkur eða að aðstoða okkur þegar það þurfti að gera einhverjar breytingar. Okkar upplifun var virkilega góð og allir rosalega ánægðir!“
Jón Brynjar Björnsson, þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Aftureldingu
,,Hótelið var frábært og allt skipulag stóðst uppá 10. Frábær æfingaaðstaða og bærinn hentar mjög vel með allt í göngufæri. Takk kærlega fyrir okkur!”
Sigurjón Friðbjörn Björnsson, þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Gróttu
Gist er á 4* hótelinu AF Valle Orotava með hálfu fæði og drykkjum með kvöldmat innifalið.
Það er vel staðsett hótel í Puerto de la Cruz, einum af stærri strandbæjum eyjarinnar fögru. Sameignarsvæði hótelsins er fallegt og innréttað í notalegum stíl. Móttakan er opin allan sólarhringinn. Herbergin eru björt, snyrtileg og vel útbúin með flatskjá, minibar og þráðlausu interneti. Á hótelinu er sundlaugasvæði með tveimur sundlaugum og sólbekkjum. Þar er einnig heilsulind og líkamsræktaraðstaða. Veitingastaður og hótelbar eru með snyrtilegasta móti.
Æfingar fara fram í flottri íþróttahöll í bænum þar sem liðin fá 90 mínútna æfingatíma á hverjum degi ásamt 60 mínútum í þreksal tvisvar í viku. Notkun á harpix er heimil í höllinni.
Vinsamlega athugið að ljósmyndir af gististöðum, sem birtar eru á heimasíðu Tíu þúsund feta, eru fengnar frá gististöðunum. Þær eru aðeins til þess að gefa hugmynd um útlit þeirra. Tíu þúsund fet bera ekki ábyrgð á því ef eitthvað hefur breyst á gististöðunum frá því að ljósmyndir voru teknar. Tíu þúsund fet stjórna ekki staðsetningu farþega innan gististaða. Athugið einnig að gististaðir geta breyst en þá er ávallt boðið upp á sambærilega gististaði eða betri.
Flug:
Farangur:
Hótel:
Fæði:
Æfingar
Akstur
Í nafni náttúrunnar
EKKI INNIFALIÐ