Ferðahöllin er eitt af vörumerkjum okkar sem sérhæfir sig í stórfenglegum siglingum víða í veröldinni. Slíkar siglingar eru ógleymanleg upplifun og skipin okkar bjóða upp á lúxus og þægindi. Á hverjum áfangastað bjóðast jafnframt vandaðar, fróðlegar og skemmtilegar skoðunarferðir og afþreyingarmöguleikar.
Eigendur og fararstjórar Tíu þúsund feta, Rún Kormáksdóttir og Trausti Hafsteinsson, hafa starfað við margs konar ferðaþjónustu um víða veröld í 25 ár.
Við leggjum mikla áherslu á jákvæð samskipti við heimafólk til að sýna ykkur áfangastaðinn í sinni skýrustu mynd og til að tryggja að heimafólk fái jafn mikið út úr ferðinni þinni og það gefur af sér til þín.
Í öllum ferðum eru reynslumiklir íslenskir fararstjórar með mikla þekkingu á öllu sem viðkemur ferðamennsku.
Þegar þú bókar ferð með Tíu þúsund fetum rennur hluti af verði ferðarinnar til skógræktar á Íslandi.