Japan er ríkt af sögu og framandi menningu ásamt einstakri náttúrufegurð og ljúffengri matargerð. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá er í boði alla daga undir vandaðri leiðsögn tveggja þaulreyndra fararstjóra Tíu þúsund feta, sem munu sjá til þess að þú upplifir allt það besta sem landið hefur upp á að bjóða.
Frábær ævintýraferð til Japan, þar sem farið verður á slóðir Hringfarans, Kristjáns Gíslasonar, sem nýverið keyrði um þetta heillandi land á mótorhjóli. Hann mun halda léttan fyrirlestur um ferðalagið sitt fyrir farþega Tíu þúsund feta, áður en lagt verður af stað til Japan.
Ferð um Japan er einstök blanda af tækni og nýjungum stórborgarlífsins og fornum hefðum og heillandi náttúru.
Ævintýrið í Japan byrjar í Kyoto, hjarta japanskrar menningar, þar sem farið verður á sögulegar slóðir í einstakri náttúru, sem einkennist af gróðursælu fjalllendi, gljúfrum, ám, fossum og vötnum, þar sem finna má helgidóma og musteri sem hafa verið sett á heimsminjaskrá UNESCO. Þar fáum við einnig að sjá hinar einstöku geishur og auðvitað verður kíkt á dæmigert japanskt tehús. Þá verður farið í gegnum hin ótrúlega mögnuðu rauðu hlið Fushimi Inari.
Við heilsum upp á snæapa og þræðum þorp sem hafa að geyma fornar hefðir, sögu og menningu ásamt því að virða fyrir okkur einstaka byggingagerðalist.
Þá verður lögð áhersla á að kynna ljúffenga matargerð Japana, en þeir eru þekktir fyrir ferskleika og mat í heimsklassa, enda geta þeir státað sig af því að eiga stærsta fiskmarkað heims.
Farið verður til Fuji-eldfjallsins, 3.776 m, sem hefur verið sett á heimsminjaskrá UNESCO og njótum fagurs umhverfis í grennd við hið magnaða fjall.
Ferðalagið heldur síðan áfram til Hiroshima, þar sem farið verður í friðar- og minningargarð Hiroshima, þar sem hinir skelfilegu atburðir áttu sér stað árið 6. ágúst 1945, þegar kjarnorkusprengju var varpað á borgina. Þá berjum við augum hið fljótandi hlið Itsukushima-hofsins hinnar fögru Miyajima-eyjar og í framhaldi af því fá ferðalangar að kynnast því hvernig er að sitja í hátækni hraðlest.
Við skoðum stóra kastala, kynnumst ræktun á Wasabi og förum á framúrstefnulegt tæknisafn svo fátt eitt sé nefnt, áður en ferðalaginu lýkur síðan í höfuðborginni, Tókýó, stærstu borgar heims. Þar verður farið í áhugaverða og skemmtilega göngutúra á alla markverðustu staði borgarinnar m.a. farið upp í Tókýó-turninn, þaðan sem magnað útsýni gefst yfir borgina.
Sannkölluð póstkortaferð, sem á eftir að skilja eftir ógleymanlegar minningar!
Japan er eyjaklasi staðsettur í Austur-Asíu nánar tiltekið austur af Kóreuskaga og vestarlega í Kyrrahafi. Landið er 377.975 km² að stærð og þar búa 125.470.000 íbúa. Tókýó, sem er með stærstu borgum heims er höfuðborg Japan og þar búa tæplega 40 milljónir manna. Ríflega 14.000 eyjar tilheyra Japan, en stærstu eyjar eyjaklasans eru Kyushu, Shikoku, Honshu og Hokkaido, þar sem Honshu er stærst og fjölmennust.
Náttúrufegurð er mikil í Japan, þar sem skóg- og fjalllendi þekur meirihluta landsins, þar sem fjallgarðar liggja eftir eyjunum endilöngum. Fuji-fjall er þar fjalla hæst í 3.776 metra hæð og er það virkt eldfjall. Þetta mikla fjalllendi gerir það að verkum að flatlendið, sem er fjórðungur landsins, er mjög þéttbýlt en Tókýó og borgir í nágrenni hennar mynda stærsta samfellda þéttbýlissvæði í heimi. Í Japan er einnig jarðhiti og má víða finna heitar uppsprettur, sem heimamenn hafa nýtt og byggt baðstaði og heilsulindir í kringum þær.
Japan á sér gríðarlega langa sögu en fornleifarannsóknir benda til þess að búseta manna hafi hafist á fyrri hluta fornsteinaldar. Japanir eru þekktir fyrir að viðhalda sterkum tengslum við fortíðina, þar sem ýmis listform og átrúnaðarform hafa varðveist í gegnum tíðina. Meðal þeirra eru te-hefðir, japanskir dansar og hefðir hinna fornu hermanna, samúræjanna og hefðir listkvennanna, geisha. Þá hafa trúarbrögð mótað menningu landsins og eru þau ennþá mikilvægur hluti af daglegu lífi fólks. Þá er Japan heimsfrægt fyrir sínar eigin matarhefðir, þar sem sushi, ramen og tempura eru allt matarhefðir frá Japan.
Eftir Seinni heimsstyrjöldina hefur Japan verið leiðandi í tækni og vísindum, en fyrirtæki eins og Sony, Nintendo og Toyota hafa öll markað stór spor í tækniframförum á heimsvísu. Tókýó og Osaka ásamt fleiri borgum í Japan eru þekktar fyrir tækniframfarir, þar sem þær hafa m.a. skapað háþróað samgöngukerfi sem gerir almenningi og ferðamönnum auðvelt með að ferðast á milli staða.
Í japönsku samfélagi er lögð áhersla á virðingu og heiðarleika ásamt samstöðu fólks. Japanir eru einnig þekktir fyrir að vera gestrisnir og upplifa ferðamenn mikla virðingu og umhyggju í heimsóknum sínum til Japan.
Veðurfar í Japan er fjölbreytt og fer eftir landslagi og svæðum. Þar eru skýrar árstíðir, þar sem hver árstíð hefur sín einkenni; blómstrandi kirsuberjatré á vorin, heit og rök sumur, dásamlegir haustlitir og kaldir vetur. Að margra mati er besti tíminn til að ferðast um Japan á vorin og haustin, þar sem hitastig er milt á þeim árstímum og náttúran í sínum fegursta búningi. Í október og nóvember er hitastigið oft í kringum 15-20 stig.
Nokkrar staðreyndir um Japan:
Þriðjudagur 12. maí – Ferðadagur – Keflavík – Osaka
Miðvikudagur 13. maí – Koma til Osaka. Kvöldverður og kynningarfundur
Fimmtudagur 14. maí– Kyoto – hjarta japanskrar menningar og einstök náttúra
Helgidómar, hin rauðu hlið, falleg hverfi, bambusskógar, lestarferð í töfrandi landslagi, Gullna hofið og matarmarkaður.
Föstudagur 15. maí – Kyoto – Gion – Einstakar söguslóðir
Sanjusangendo hofið og Nshiki-markaðurinn. Rölt um stræti Gion. Frjálst síðdegi í Kyoto.
Laugardagur 16. maí – Nara – Uji
Hof og Búddalíkneski, fyrsta höfuðborg Japan, kennsla í japanskri matargerð, dýrgripir og geishur.
Sunnudagur 17. maí – Kurashiki – Hirosima
Söguleg hverfi og akstur til Hiroshima.
Mánudagur 18. maí – Hirosima – Miyajima
Friðargarðurinn og Friðarsafnið, sigling út í hina heilögu eyju Miyajima, hið fljótandi Shinto hlið, Daisho-in hofið og hátækni hraðlestarferð.
Þriðjudagur 19. nóvember – Himeji – Nagoya
Himeji kastali, Toyota tæknisafnið og götubiti
Miðvikudagur 20. maí – Shirakawago – Takayama
Japönsku Alparnir, heillandi þorp og sveitabæir í Shirakawago og Takayama. Yakiniku-kvöldverður að hætti Japana.
Fimmtudagur 21. maí – Azumino – Matsumoto
Markaður, gönguferð í Kamikochi dalnum, Wasabi-ræktun og heilsuböð.
Föstudagur 22. maí – Mt. Fuji – Tókýó
Dásamleg náttúra í kringum einstök vötn og Fuji-eldfjallið tignarlega. Akstur til Tókýó; helgidómur og hátíska.
Laugardagur 23. maí – Tókýó
Stórborgarlífið, hof, elstu hverfi borgarinnar, hátískuhverfi, fiskimarkaður, keisarahöll, Tókýó-turninn og kvöldganga í skemmtanahverfi borgarinnar. Kvöldverðarsigling.
Sunnudagur 24. maí – Ferðadagur – Tókýó – Keflavík
ATHUGIÐ að nánari dagskrá er að finna neðar á vefsíðunni.
Í skoðunarferðum er þó nokkur ganga. Flugið er einnig langt og því gott að gera viðeigandi ráðstafanir fyrir það.
Í Osaka verður gist á 4* hótelinu Plaza Osaka með morgunmat inniföldum.
Herbergin eru einstaklega snyrtileg og með góðum rúmum. Í herbergjunum er loftkæling, frí Wi-Fi tenging og öll helstu þægindi.
Hótelið er staðsett í miðborginni og er stutt í allar áttir.
Í Kyoto verður gist á 3* hótelinu Via Inn Prime Kyotoeki Hachijoguchi í þrjár nætur með morgunmat inniföldum.
Herbergin eru einstaklega snyrtileg og með góðum rúmum. Í herbergjunum er loftkæling, frí Wi-Fi tenging og öll helstu þægindi.
Hótelið er staðsett í miðborginni og er stutt í allar áttir.
Í Hiroshima verður gist á 4* hótelinu Hiroshima Intelligent Main Building með morgunverði inniföldum.
Herbergin eru einstaklega snyrtileg, rúmgóð og með góðum rúmum. Í herbergjunum er loftkæling, frí Wi-Fi tenging og öll helstu þægindi.
Hótelið er vel staðsett, m.a. stutt á Friðarsafnið.
Í Himeji verður gist á 3* hótelinu Richmond Hotel Himeji með morgunverði inniföldum.
Herbergin eru einstaklega snyrtileg og með góðum rúmum. Í herbergjunum er loftkæling, frí Wi-Fi tenging og öll helstu þægindi.
Hótelið er vel staðsett, mjög stutt frá t.d. Himeji kastalanum og Miki sögusafninu. Á hótelinu er möguleiki á að fara í sauna og japanskt bað.
Í Nagoya verður gist á góðu 3* hóteli, Via Inn Nagoya Ekimae Tsubakicho með morgunverði inniföldum.
Herbergin eru einstaklega snyrtileg, rúmgóð og með góðum rúmum. Í herbergjunum er loftkæling, frí Wi-Fi tenging og öll helstu þægindi.
Hótelið er vel staðsett, mjög stutt frá t.d. Nagoya kastalanum.
Í Takayama verður gist á 4* hótelinu Takayama Ouan í eina nótt með morgunverði.
Herbergin eru einstaklega snyrtileg, rúmgóð og með góðum rúmum. Í herbergjunum er frí Wi-Fi tenging og öll helstu þægindi. Fallegt útsýni yfir norðurhluta japönsku Alpanna.
Í Matsumoto verður gist á 3* hótelinu Matsumoto Hotel Kagetsu í eina nótt.
Herbergin eru einstaklega snyrtileg og rúmgóð. Gestir geta valið að sofa í japönskum rúmum en einnig eru herbergi með rúmum í vestrænum stíl. Í herbergjunum er frí Wi-Fi tenging og öll helstu þægindi.
Hótelið er vel staðsett í göngufjarlægð frá sögulega miðbænum og markaðnum.
Í Tókýó verður gist á 4* hótelinu Sunshine City Prince í tvær nætur.
Herbergin eru einstaklega snyrtileg og rúmgóð og með góðum rúmum. Í herbergjunum er frí Wi-Fi tenging og öll helstu þægindi.
Hótelið er vel staðsett, en það er m.a. stutt í neðanjarðalestarstöð, þar sem hægt er að fara í allar áttir. Á hótelinu er heilsulind.
Vinsamlega athugið að ljósmyndir af gististöðum, sem birtar eru á heimasíðu Tíu þúsund feta, eru fengnar frá gististöðunum. Þær eru aðeins til þess að gefa hugmynd um útlit þeirra. Tíu þúsund fet bera ekki ábyrgð á því ef eitthvað hefur breyst á gististöðunum frá því að ljósmyndir voru teknar. Tíu þúsund fet stjórna ekki staðsetningu farþega innan gististaða.
Tíu þúsund fet bera ekki ábyrgð á yfirbókunum gististaða. Samkvæmt starfsreglum gististaða hafa hótel og íbúðahótel leyfi til að yfirbóka gistirými og komi til yfirbókunar hjá gististöðum er gististaðurinn ábyrgur fyrir að útvega viðskiptavinum okkar sambærilegt eða betra hótel.
Í þessari heillandi ferð Tíu þúsund feta fara þaulreyndir íslenskumælandi fararstjórar með í ferðina, þau Rún Kormáksdóttir og Trausti Hafsteinsson. Þau hafa starfað við margs konar ferðaþjónustu í ríflega 25 ár ásamt því að ferðast um víða veröld. Þau munu sjá til þess að farþegar upplifi og njóti sín til fulls í þessari draumaferð um Japan, þar sem fræðsla og umfram allt framandi og skemmtileg upplifun verður sett í forgang.
Í ferðinni verða líka sérstakir gestafararstjórar með okkur í för en það eru skötuhjúin Jakob Arnar Baldursson píanóleikari og Matthildur Traustadóttir fiðluleikari. Hann stundaði nám í Japan og kemur til með að miðla af reynslu sinni af búsetu í landinu og af japönskum hefðum, siðum og tungumáli. Matthildur verður með það hlutverk að kynna fyrir farþegum japanskar listir og matarvenjur.
Tekið er á móti hópnum í Osaka þann 13. maí og honum ekið heim á hótel í Kyoto, hinnar fornu keisaraborgar, borgar hinna þúsund hofa og miðstöð japanskrar menningar. En farþegar munu strax finna fyrir hinu einstaka andrúmslofti, sem ríkir í hinu heillandi landi, Japan um leið og þeir stíga út úr flugvélinni. Aksturinn til Kyoto tekur um eina og hálfa klukkustund en leiðin þangað er afar falleg. Við komuna á hótelið, gefst frjáls tími til að ná áttum í nýju umhverfi og til að hvílast eftir langt ferðalag. Síðan verður hópurinn boðinn velkominn með ljúffengum kvöldverði áður en gengið verður til náða.
Velkomin til Japan!
Eftir morgunverð nýtur hópurinn þess að ganga eftir hinni frægu gönguleið að helgidómi Fushimi Inari, sem staðsett er undir rótum Inari-fjalls í 233 m yfir sjávarmáli. Leiðin einkennist af röð þúsunda rauðra hliða upp eftir skógarleið Inari-fjalls og er engu líkara en viðstaddir séu staddir inn í fallegu listaverki.
Því næst verður haldið til Arashiyama, sem er álitið fallegasta hverfi borgarinnar, en landslagið þykir ægifagurt. Þar er að finna virðuleg hof og skemmtilegar verslanir. Á leiðinni verður Zen-búddisminn kynntur og í framhaldi af því verður Zenryuji-hofið, með sínum einstaka skrúðgarði, heimsótt. Þá gengur hópurin saman í gegnum heillandi bambusskóg að sögufrægri fjallajárnbrautarstöð, Sagano Scenic, en lestarferð fer um skógivaxnar fjallshlíðar vestan við Kyoto og yfir Hozugawa ána.
Í lok dags skoðum við hið einstaka gullhof, Kinkakuji, sem hefur verið sett á heimsminjaskrá UNESCO fyrir einstakan arkitektúr í heillandi umhverfi en efstu hæðir musterisins eru húðaðar með gullblöðum sem speglast í tjörn hins einstaka paradísargarðs. Í garðinum verður boðið upp á ljúffengt matcha te.
Í lok dags mælum við með göngutúr í miðbænum, þar sem skemmtilegar verslanir og Nishii matarmarkaðinn er að finna.
Að morgni dags þræðum við forn stræti Gion-hverfisins, sem er fyrrum skemmtanahverfi Kyoto, hinnar fornu höfuðborgar Japans, en í dag hefur það þróast í að vera eitt þekktasta hverfi geisha, kvenna listarinnar. Göturnar einkennast af japönskum viðar- og tehúsum og verður skyggst inn í falda leyndardóma Gion-geisha.
Við heimsækjum líka Nishiki-matarmarkaðinn, sem er oft nefndur eldhús Kyoto, en hann er lifandi og litríkur í hjarta borgarinnar. Á markaðnum má finna hundruð verslana og bása sem sérhæfa sig í hefðbundnum japönskum matvælum og hráefnum. Þar má meðal annars finna ferskan fisk, súrsætt grænmeti, japansk sælgæti, te, krydd og ýmsa matvörubása sem sumir hverjir bjóða upp á smakk.
Í hádeginu verður fylgst með hvernig hinar frægu og litríku Dango hrísgrjónabollur eru gerðar af japönskum kokkum og í kjölfarið verður farið í heimsókn í Sanjusangendo hofið í Kyoto, þar sem sjá má 1001 Kannon styttu, en þær þykja einar af glæsilegustu dýrgripum borgarinnar.
Frjáls síðdegi.
Eftir morgunverð verður farið á slóðir, sem hafa verið settar á heimsminjaskrá UNESCO, þar sem hópurinn heimsækir fyrstu höfuðborg Japan, sem er frá 8. öld. Þar verður gengið meðfram helgidómi Kasuga, þar sem finna má óteljandi fornar steinluktir, þaktar grænum mosa og heilsað upp á falleg Shika-dádýr, sem ganga laus um svæðið. Þaðan verður farið að hinu fræga Todaiji hofi í Nara, sem var vígt árið 752 en það er talið vera stærsta trébygging í heimi og Búddastyttan inni í hofinu, sem er úr bronsi, er heldur engin smá smíði, þar sem hún er 15 metrar að hæð.
Í hádeginu tökum við þátt í sushi-vinnustofu og borðum svo afraksturinn saman í hádegisverði. Að því loknu færum við okkur til Uji þar sem við skoðum m.a. Byodoin-hofið. Dagurinn verður svo toppaður með kvöldverði og sýningu í Kyoto þar sem geishur koma fram en þær hafa sérhæft sig í dansi, söng, hljóðfæraleik og leikrænni tjáningu sem þær flétta listavel við áhorfendur.
Eftir morgunverð kveðjum við Kyoto og höldum til Hiroshima með viðkomu í Kurashiki í Okayama héraði, þar sem finna má söguleg vöruhús, heillandi húsasund og verslanir. Þegar komið verður til Hiroshima verður hópnum boðið upp á að fylgjast með matargerð, sem einkennir héraðið Okayama, en hún einkennist einkum af núðlum, grænmeti, egg og fleira góðgæti. Þessi bragðgóði matur, sem minnir einna helst á pizzur, vegna lögunar sinnar, verður svo borinn á borð fyrir mannskapinn.
Í Hiroshima verður Friðargarðurinn og Friðarsafnið heimsótt, en sú heimsókn mun án efa dýpka skilning gesta á þeim skelfilegu atburðum, þegar kjarnorkusprengju var varpað á borgina í lok Seinni heimsstyrjaldarinnar eða þann 6. ágúst 1945 með þeim afleiðingum að tugþúsundir manna týndu lífi sínu. Heimsóknin í Friðargarðinn er líka áminning til heimsbyggðarinnar um að svona hryllingur má aldrei aftur eiga sér stað.
Frá safninu verður farið út í hina töfrandi Miyajima-eyju, þar sem tíminn stendur hreinlega í stað með fornum hofum, frjálsum dádýrum, gróskumiklu skóglendi og einstöku útsýni til hafs. Þar skoðum við hið magnaða fljótandi Torii, hlið Itsukushima-hofsins, meistaraverk arkitektúrsins gegnt hinu kyrrláta Seto-hafi.
Eftir eyjaferðina verður farið með hraðlest frá Hiroshima til borgarinnar Himeji.
Eftir morgunverð byrjar hópurinn á að heimsækja kastala hvíta hegrans, en byggingin þykir öll hin glæsilegasta með hvítri framhlið og útlit sem minnir á fugl. Viðarverkið er tilkomumikið og þykir vera einstakt dæmi um yfirburða hæfileika japanskra iðnaðarmanna, sem eiga sér margra alda gamla sögu í smíðum.
Í nágrenninu er að finna Kokoen garðinn, þar sem hópurinn mun rölta saman í fallegu umhverfi Osu Kannon hverfisins og slaka á, áður en haldið verður á Toyota tæknisafnið en það sýnir vel hversu hratt tækniframfarir hafa átt sér stað í Japan.
Hraðlestarferð til Nagoya. Bæjarrölt í. Osu Kannon hverfinu í Nagoya og götubiti þeirra heimamanna kynntur (götubiti kostar aukalega).
Eftir morgunverð kveður hópurinn Nagoya og heldur áleiðis upp til fallegra fjalla, þar sem finna má heillandi þorp Shirakawago, með gömlum sveitabæjum með bröttum stráþökum en þorpið hefur verið sett á heimsminjaskrá UNESCO. Þarna komast gestir ekki hjá því að kynnast þeirri erfiðu lífsbaráttu þess fólks sem þarna bjó upp til fjalla öldum saman.
Áfram verður haldið í annað hefðbundið Alpaþorp, Takayama, þar sem rómantískur blær gamla Edo-tímabilsins svífur yfir þorpinu og saga Japana drýpur þar af hverju strái. Í þorpinu má einnig sjá staðbundin sérkenni í öllu handverki og þar er að finna glæsilegan klassískan japanskan arkitektúr í byggingum eins og á stjórnsýsluhúsinu.
Í kvöldmat fá farþegar að kynnast Yakiniku, þar sem þeir fá sjálfir að grilla nautasteikina eða grænmetið eins og þeir vilja við matarborðið.
Að loknum morgunverði verður farið á hefðbundinn markað, þar sem gefst tími til að skoða sitt lítið af hverju af varningi heimamanna.
Eftir markaðsrölt verður farið á þekkt fjallgöngusvæði, Kamikochi, þar sem tekinn verður göngutúr í stórkostlegu fjallalandslagi og ef heppnin verður með hópnum mun hann sjá hina frægu japönsku snæapa, en þeir eru einu apar heims sem geta lifað af í köldu loftslagi og snjóþungum fjöllunum yfir veturinn.
Ferðin heldur svo áfram í gegnum mikilfenglegt fjalllendi og að Matsumoto sléttunum. Þar verður Wasabi-býli heimsótt og hópurinn fær að læra hvernig þessi vinsæla planta er ræktuð. Viðkvæmt kryddið þolir engin mistök í ræktun og lifir aðeins við kjöraðstæður, við mikla umhyggju og vökvun með tæru og fersku Alpavatni. Boðið verður upp á að kíkja inn í verslun sem selur afurðir unnar úr hinni heilsusamlegu rót og þar verður einnig hægt að kaupa minjagripi.
Í lok dags verður hægt að feta í fótspor Japana og njóta heitra onsen-baða og upplifa heilsusamleg áhrif þeirra.
Að loknum morgunverði verður farið í sannkallaðan útsýnistúr í Fuji Hakone þjóðgarðinum, sem einkennist af stórfenglegu landslagi, Kawaguchi-vatns, sem er að finna við rætur hins heilaga fjalls, Fuji, hæsta fjalls Japans, sem er ríflega 3,776 m hátt en þetta tignarlega eldfjall gaus síðast árið 1708 og hefur verið sett á heimsminjaskrá UNESCO.
Við heimsækjum einnig Itchiku Kobota listasafnið og Arakurafuji Sengen hofið.
Því næst liggur leið okkar til höfuðborgar Japan, Tókýó, stærstu borgar heims, þar sem hópurinn fær að kynnast öllu því markverðasta sem borgin hefur upp á að bjóða.
Þaðan förum við í hið fræga Asakusa-hverfi, þar sem elsta musteri borgarinnar verður skoðað, Sensoji-musterið. Við förum í gegnum hið fræga Þrumuhlið musterisins, með sinni 750 kg ljóslukt og út í hið iðandi mannlíf Nakamise Dori verslunargötunnar, þar sem hægt er að finna óteljandi minjagripi.
Skammt frá verslunargötunni er að finna Sumida-ána, en þar verður aðeins staldrað við til að fanga magnað útsýni sem blasir við, m.a. þriðja stærsta bygging heims, Sky Tree sjónvarpsturninn í 634 m hæð.
Þá verður gengið yfir í Ginza verslunarhverfi sem einkennist af hönnunarverslunum og dýrum vörumerkjum. Hádegishlé verður svo tekið í kringum einn stærsta fiskmarkað borgarinnar, þar sem hægt verður að gæða sér á fersku sushi og öðrum smáréttum.
Eftir hádegisverð fer hópurinn saman í heillandi garða keisarahallarinnar og aðalbrú hennar, Nijubashi-brúin skoðuð. Því næst verður farið í Tókýó-turninn, sem er eitt af helstu kennileitum borgarinnar og frá útsýnispalli turnsins gefs stórkostlegt útsýni yfir hina mögnuðu stórborg, Tókýó.
Um kvöldið förum við saman í Yakatabune kvöldverðarsiglingu á Tókýó-flóanum þar sem við rifjum upp saman viðburðarríka daga.
Byrjað verður á heimsókn í einn frægasta helgidóm heims, Meiji Jingu helgdióminn, sem var reistur fyrir ríflega 100 árum síðan, til heiðurs Meiji keisara en helgidómurinn er staðsettur í víðáttumiklum garði, Yoyogi-garðinum í Harajuku hverfinu.
Úr garðinum verður svo farið beint út í hið nútímalega stórborgarlíf og rölt í gegnum iðandi mannlífið á verslunargötu, Takeshita Dori. Þá verður hópurinn vitni að því þegar heimamenn fara yfir þekktustu og fjölförnustu gatnamót heims, Shibuya Crossing, en ríflega 2.000 þúsund manns ganga yfir þau á tveggja mínútna fresti. Síðan heilsum við upp á bronsstyttuna af hundinum, sem hélt svo mikla tryggð við eiganda sinna, að hann hélt áfram að bíða í rúm níu ár eftir andlát eigandans.
Flogið frá Narita flugvellinum til Keflavíkur.
Komið til Keflavíkur kl. 07:50.
Ofangreind dagskrá er birt með fyrirvara. Tíu þúsund fet áskilja sér rétt til að breyta dagskrá ef á þarf að halda með tilliti til veðurs og annarra aðstæðna, að sjálfsögðu með heill farþega í fyrirrúmi.
Flug:
Farangur:
Hótel:
Fæði:
Akstur
Dagskrárliðir
Fararstjórn
Fyrirlestur
Í nafni náttúrunnar
EKKI INNIFALIÐ
Kristján Gíslason er ótrúlegur ævintýramaður. Árið 2014 umpólaði hann tilveru sinni og fór í heimsreisu, á mótorhjóli, sem tók tíu mánuði. Hann er einnig þekktur sem Hringfarinn.
Kristján er íslenskur kerfisfræðingur og ævintýramaður sem hefur ferðast um heiminn á mótórhjóli sínu. Árið 2019 fór hann m.a. niður Afríku þar sem hann kynnist einstökum ættbálkasamfélögum og komst í kynni við einhver hættulegustu dýr heims.
Þá varð Kristján mjög hrifinn af Japan þegar hann ferðaðist þar um nýverið. Áður en við leggjum af stað í ferðina ætlar sjálfur Hringfarinn að hitta hópinn og halda fyrirlestur um menningu, land og þjóð.