Tíu þúsund fet bjóða nú upp á glæsilega 5* golfferð til Marrakech, hinnar litríku og skemmtilegu borgar Marokkó. Fjölskrúðugt mannlíf, meiriháttar golfvellir, flottur gististaður, góð golfkennsla, vönduð íslensk fararstjórn og óþrjótandi afþreyingarmöguleikar.
Ógleymanlegt golfævintýri þar sem íslenskir golfarar fá tilvalið tækifæri til þess að upplifa ævintýralega menningu og frábært golf á framandi slóðum!
Tíu þúsund fet kynna meiriháttar golfferð til Marrakech, rauðu perlunnar í Marokkó. Dvalið er á glæsilegu 5* hóteli með öllu inniföldu.
Þaulreyndir íslenskumælandi fararstjórar halda utan um hópinn og fræða um land, menningu, siði og þjóð. Innifalið í ferðinni er borgarferð í Marrakech, þar sem hin gömlu og þröngu stræti, full af iðandi mannlífi og verslunum, verða þrædd. Vönduð og gæðamikil golfkennsla kennara með áratugareynslu.
Þá er möguleiki á valfrjálsum dagskrárliðum, líkt og matreiðslunámskeiði, skemmtikvöldi úti í eyðimörkinni, kameldýrareið, hammam & argan-nuddi, fjórhjólasafarí og loftbelgjaflugi.
Hér er frábært tækifæri til að upplifa stórbrotna golfmenningu og njóta óþrjótandi afþreyingarmöguleika á sólríkum slóðum. Góð leið til að njóta skemmtilegra stunda með öðrum íslensku golfurum í framandi menningu.
Marokkó er einkar heillandi land í Norður-Afríku aðeins spölkorn frá landamærum Spánar handan Gíbraltarsunds, með landamæri að Sahara eyðimörkinni í suðri og Alsír í austri. Það má í raun segja að Marokkó standi á krossgötum austurs og vesturs, Afríku og Evrópu, og Miðjarða- og Atlantshafsins. Landið telur rúmlega 446 þúsund ferkílómetra og þar búa tæplega 32 milljónir manna en land og þjóð hafa mótast af ýmsum samskiptum Berba, Araba, Afríkubúa, Gyðinga og Evrópubúa.
Landið er þekkt fyrir fjölbreytta náttúru og fallegt landslag, ríka menningararfleifð og sögu og heillandi borgir með skemmtilegu mannlífi sem litast af litríkum mörkuðum og matargerðarlist.
Ein af stærri borgum Marokkó er Marrakech en hún var um tíma höfuðborg landsins. Borgin er þekkt fyrir heillandi menningu, sem hefur orðið fyrir sterkum áhrifum hefða frá Berbum, Aröbum og Evrópubúum, en þau birtast einna helst í tónlist, dansi og hátíðarhöldum þeirra heimamanna. Þá er borgin rík af sögu og fallegum byggingum en þar er m.a. að finna hina glæsilegu Bahia-höll, hin merkilegu Saadian grafhýsi og Koutoubia moskuna.
Markaðurinn innan veggja gamla bæjarhlutans er frægur fyrir iðandi mannlíf og sín þröngu stræti þar sem finna má litríkan og heillandi söluvarning eins og keramikvörur, hljóðfæri, töskur, lampa, krydd, skart og málverk svo fátt eitt sé nefnt. Toppurinn við markaðinn er svo auðvitað Jemaa el-Fna torgið, þar sem hægt er að fylgjast með listamönnum leika listir sínar, eins og þjóðdansa og slöngutemjara.
Veitingastaðir eru heldur ekki af verri endanum og má m.a. finna sannkallaðan veislumat sem einkennist af ýmsum þjóðarréttum eins og tagine, þar sem kjöt eða fiskur er borinn fram með alls kyns grænmeti, döðlum, sveskjum og hinu þekkta kúskúsi í þar til gerðum litríkum keramikpottum. Heimamenn eru líka þekktir fyrir sín góðu krydd, sem gera það að verkum að maturinn verður aldrei neitt annað en algjört lostæti. Veitingastaðirnir eru líka jafn fjölbreyttir eins og þeir eru margir og hægt að njóta matar ýmist uppi á húsþökum staðanna með útsýni yfir fjölskrúðuga borgina eða inni í fallega skreyttum sölum, þar sem gestum líður einna helst eins og kóngafólki.
Það skemmtilega við Marrakech er að það er stutt að fara út í fallega náttúruna, þar sem hún er umkringd Atlas-fjöllunum, þar sem boðið er upp á alls kyns afþreyingu eins og fjallgöngur, hjólreiðaferðir, kameldýrareið og ferð í loftbelg!
Golfsaga Marokkó er ríflega aldargömul og er íþróttin í sérstöku uppáhaldi hjá konungi landsins, sem iðkar hana af kappi. Fyrir vikið er landið stundum kallað Konungsríki golfsins. Fyrsti golfvöllurinn í Marokkó var opnaður árið 1914 í Tangier og síðan þá hefur landið þróast í að vera einn af vinsælustu áfangastöðum golfiðkenda víða að úr veröldinni. Glæsilegar aðstæður á golfvöllum landsins og þægilegt hitastig, með yfir 300 sólardögum árlega, skapa fyrirmyndar aðstæður fyrir golfara. Í Marrakech bjóðast heimsklassa golfvellir með mögnuðu útsýni yfir Atlas-fjöllin í bakgrunni.
MARRAKECH
Borgin er höfuðstaður suðvesturhluta landsins og er fjórða fjölmennasta borg Marokkó. Líkt og margar borgir landsins samanstendur borgin af gömlum bæjarhluta, svokallaðri medinu sem skilur sig frá nýrri hverfum. Í gamla borgarhlutanum ríkir skemmtileg stemning með loftfimleikamönnum, vatnsölumönnum, dönsurum og tónlistarmönnum. Þar má svo borða góðan mat á opnum veitingastöðum á torgum borgarinnar.
Merking heitisins á borginni er komið úr tungu Berbanna og þýðir í raun “land Guðs”. Á 11. öld er talið að ættkvíslir Berbanna frá Sanhaja-eyðimörkinni hafi kastað niður tjöldum sínum á Marrakech-sléttunni og þannig myndað byggð á svæðinu árið 1062.
Á blómaskeiði borgarinnar varð Marrakech höfuðborg Marokkó þar sem fjöldi skálda og fræðimanna flykktust til borgarinnar. Síðar varð borgin þekkt fyrir hina ,,sjö heilögu” dýrlinga borgarinnar sem laðað hafa pílagríma víða að.
Marrakech er staðsett við rætur Há-Atlasfjallanna, hæsta fjallgarði í Norður-Afríku, sem nær hæst í 4000 m.y.s. Þar má finna snjó á fjallstoppunum allt árið um kring. Í kringum borgina er mikil plöntuflóra og rík ávaxtauppskera. Loftslag borgarinnar er frekar þurrt, með rökum vetrum og heitum og þurrum sumrum.
Borgin er mikil viðskiptaborg og þar skerast járnbrautaleiðir og þjóðvegir og auk þess er hún miðstöð úlfaldalesta. Þarna er margs konar framleiðsla, s.s. ávaxtavinnsla og þó nokkur ræktun á grænmeti. Einnig eru þar sútanstöðvar, framleiðsla kasmírullar, hveitis, byggingarefna og hefðbundinn handiðnaður er enn þá stundaður t.d. leðurvinnsla og teppavefnaður.
Mánudagur
Ferðadagur: Keflavík – Marrakech
Þriðjudagur
Golfhringur á Noria Golf
Golfsskóli Nökkva
Miðvikudagur
Golfhringur á Palm Ourika Golf
Golfsskóli Nökkva
Fimmtudagur
Frjáls dagur í borginni
Valfrjálsir dagskrárliðir:
Matreiðslunámskeið – marrokósk matargerðarlist!
Loftbelgjaflug!
Heilsulind (hammam & nudd)
Föstudagur
Golfhringur á Montgomerie Golf
Golfsskóli Nökkva
Laugardagur
Golfhringur á Royal Golf
Golfsskóli Nökkva
Sunnudagur
Golfhringur á Al Maiden Golf
Mánudagur
Ferðadagur: Marrakech – Keflavík
Noria Golf
Noria golfvöllurinn var hannaður sérstaklega útfrá því að vera staðsettur við rætur Atlas-fjallanna. Útsýnið á vellinum er því stórbrotið og arkitektúrinn er í marokkóskum stíl. Klúbbhúsið er glæsilegt þar sem finna má móttöku, golfverslun, búningsherbergi og veitingastað með frábæru útsýni.
Palm Ourika Golf
Völlurinn er staðsettur í suðurhluta Marrakech umkringdur ólívu- og pálmatrjám. Hann var hannaður af Kanadamönnunum Neil Haworth og Stephane Talbot og þekur 6692 m svæði og er par 72. Golfvöllurinn býður uppá glæsilegt útsýni yfir snæviþakta tinda Atlas-fjallanna, fyrirmyndar æfingaaðstöðu og glæsilegt klúbbhús.
Montgomerie Golf
Völlurinn er afar vel staðsettur í Marrakech. Hann var hannaður af golf-legendinu Colin Montgomerie og þekur 75 hektara svæði og er par 72. Golfvöllurinn býður uppá glæsilegt útsýni yfir snæviþakta tinda Atlas-fjallanna, fyrirmyndar æfingaaðstöðu og glæsilegt klúbbhús.
Royal Golf
Það var sjálfur Hassan II, fyrrum konungur Marokkó, sem óskaði eftir því að þessi golfvöllur yrði gerður árið 1971. Einn af þekktari arkitektum golfvalla, Robert Trent Jones Sr. hannaði þennan glæsilega golfvöll sem er allur hinn glæsilegasti fyrir golfara.
Al Maaden
The Al Maaden Golf Club er 18 holu völlur sem Kyle Phillips hannaði undir marakkóskum áhrifum. Klúbbhúsið hefur ítrekað verið valið það besta í landinu og völlurinn er líka á meðal þeirra bestu.
Gist er á 5* hótelinu Iberostar Club Palmeira Golf & Resort með öllu inniföldu.
Iberostar Waves Club Golf & Resort er frábær áfangastaður fyrir golfunnendur og þá sem leita eftir notalegu fríi í lúxusumhverfi. Hótelið er staðsett í fallegu landslagi nærri Marrakech, sem er ein af mest spennandi og fjölbreyttu borgum Marokkó.
Golfvöllur og náttúra
Iberostar Waves Club Golf & Resort er staðsett við hliðina á einum af glæsilegustu golfvöllum Marrakech, þar sem þú getur spilað við stórbrotið útsýni yfir Atlasfjöllin. Golfvöllurinn er hannaður til að veita bæði nýjum og reyndum spilurum krefjandi og spennandi golfupplifun, en á sama tíma getur þú notið rólegrar, afslappaðrar stemmingar þegar þú slærð boltanum yfir grænar flatirnar.
Lúxus og vellíðan
Hótelið sjálft er sannkallaður lúxusstaður, þar sem hvert einasta smáatriði hefur verið hannað með það í huga að bjóða gestum óviðjafnanlega upplifun. Herbergin og svítur eru með nútímalegri hönnun og öllum helstu þægindum. Með útsýni yfir golfvöllinn, einstakt útsýni yfir Atlasfjöllin eða græna garðana, hefur hótelið allt til brunns að bera til að hver einasti gestur upplifi sannkallaða paradís.
Veitingastaðir og fjölbreytt þjónusta
Iberostar Waves Club Golf & Resort býður upp á fjölbreytt úrval af veitingastöðum sem fullkomna golfferðina. Þar er boðið upp á alþjóðlega matargerð í bland við þá marokkósku, þar sem ferskt hráefni er haft í hávegum. Hótelið hefur einnig veitingastaði sem bjóða upp á ljúffengan mat af matseðli.
Afþreying og fjölskylduvænt
Iberostar Waves Club Golf & Resort er ekki aðeins fyrir golfáhugamenn heldur einnig fyrir fjölskyldur, pör og alla sem vilja njóta lúxusferðar með fjölbreyttu úrvali af afþreyingu. Hótelið býður upp á margt sem hentar öllum, svo sem sundlaugar, heilsulind og líkamsrækt, en einnig fjölbreytta útivist fyrir alla aldurshópa. Ef þú hefur áhuga á að skoða Marrakech er borgin í aðeins stuttri akstursfjarlægð, þar sem þú getur upplifað þessa einstöku borg og hennar einstöku menningarperlur.
Iberostar Waves Club Golf & Resort – Ógleymanleg golfupplifun í Marrakech
Með glæsilegum golfvelli, lúxusþjónustu og óviðjafnanlegri náttúru er Iberostar Waves Club Golf & Resort hinn fullkomni áfangastaður fyrir þá sem leita eftir ævintýri og afslöppun. Hvort sem þú ert að spila á golfvellinum, njóta spa-meðferða eða einfaldlega dvelja við sundlaugina, þá er þetta staðurinn til að njóta.
Vinsamlega athugið að ljósmyndir af gististöðum, sem birtar eru á heimasíðu Tíu þúsund feta, eru fengnar frá gististöðunum. Þær eru aðeins til þess að gefa hugmynd um útlit þeirra. Tíu þúsund fet bera ekki ábyrgð á því ef eitthvað hefur breyst á gististöðunum frá því að ljósmyndir voru teknar. Tíu þúsund fet stjórna ekki staðsetningu farþega innan gististaða. Athugið einnig að gististaðir geta breyst en þá er ávallt boðið upp á sambærilega gististaði eða betri.
Nökkvi Gunnarsson, golfkennari hjá Prósjoppunni, er einn fremsti golfkennari landsins. Síðustu ár hefur hann sótt fjöldann allan af námskeiðum utan landsteinanna og aukið þannig við þekkingu sína ásamt því að gefa út kennslubækurnar Gæðagolf á liðnum árum.
Nökkvi mun sjá til þess að farþegar upplifi og njóti sín til fulls í þessari drauma golfferð í Marrakech, þar sem gæðagolf og umfram allt skemmtileg upplifun verður sett í forgang.
Umsagnir um Nökkva, kennsluna hans og bækur;
Flug:
Farangur:
Hótel:
Fæði:
Akstur
Golf
Fararstjórn
Í nafni náttúrunnar
EKKI INNIFALIÐ
„Nökkvi Gunnarsson er einn af bestu golfkennurum í leiknum í dag. Tileinkaðu þér það sem hann hefur fram að færa og leikur þinn mun taka stakkaskiptum til hins betra.“
Chris O´Connell, á lista Golf Magazine yfir 100 bestu golfkennara í Ameríku 2013-2017.
„Bókin er skrifuð af frábærum kylfingi sem er orðinn einn af fremstu golfkennurum heims. Trúðu hverju orði Nökkva því það mun gera þig að betri kylfingi.“
Jim Hardy, kennari ársins í Ameríku 2007. Höfundur metsölubókarinnar Plane Truth for Golfers. Númer 9 á lista Golf Digest yfir fremstu golfkennara Ameríku 2017-2018.