Endurnærandi heilsuferð á Tenerife sem mun hafa frábær áhrif á heilsu þína og líðan, bæði andlega og líkamlega. Þetta er ferð fyrir alla þá sem vilja setja sjálfa sig í fyrsta sæti og njóta á 4* gistingu í strandbæ á suðurhluta eyjunnar fögru. Á hótelinu eru allar aðstæður til að njóta hvíldar og vellíðunar, þannig að farþegar okkar nái góðri slökun, auknu heilbrigði, góðum svefni, meiri orku, innri kyrrð, bættu matarræði og losni við streitueinkenni. Detox er frábær hreinsun fyrir líkama og sál.
Sól og blíða, núllstilling og hreinsandi mataræði í 15 daga, er það ekki eitthvað?
Í þessari einstöku heilsuferð, í fallegum og líflegum strandbæ á suðurhluta Tenerife, kemur þú þér á rétta braut undir handleiðslu einkaþjálfara og næringarfræðings. Þetta er heilsuferð í allra jákvæðustu merkingu þess orðs og í henni nærðu að núllstilla mörg af mikilvægustu kerfum líkamans.
Detox hentar fyrir alla þá sem vilja bæta líkamlega og andlega heilsu. Heilsumeðferðin býður upp á hreinsandi mataræði ásamt mikilli áherslu á slökun og hvíld. Farþegar ná að vinda ofan af þreytu og léttast hressilega.
Í þessari dásamlegu heilsuferð nærðu líka að losa þig við umfram vatnssöfnun og aukakíló og njóta blíðviðris á eyjunni fögru. Þú losar bjúg, líður betur í líkamanum og léttist. Það er ótrúlegt hvað tvær vikur af hreinsandi matarræði, dekri við sjálfið og líkamann getur gert.
Blóðsykurstjórnun er jafnframt lykilatriði þar sem þú nærð stjórn á:
Hótelið er huggulegt og ný tekið í gegn og er á rólegum stað á Amerísku ströndinni, rétt ofan við fallegar strendur og iðandi mannlífið. Hér er á ferðinni fullkomin ferð fyrir þá sem vilja losna undan streitu og álagi, vilja ná góðri hvíld og slökun, bæta svefn og finna til núvitundar, fræðast um gott mataræði, góða heilsu og fá detox-meðferð hjá næringarsérfræðingi og einkaþjálfara með áratugareynslu.
Tenerife er stærsta og fjölsóttasta eyjan af þeim átta eyjum sem tilheyra Kanaríeyjunum. Hún er staðsett mitt á milli eyjanna Gran Canaria, La Gomera og La Palma. Tenerife er eldfjallaeyja sem talin er að hafi myndast fyrir 8 milljónum ára. Hún er í u.þ.b. 300 km fjarlægð frá meginlandi Afríku og í u.þ.b. 1300 km frá meginlandi Spánar. Eyjan er 2.034 ferkílómetrar að flatarmáli og er eins og þríhyrningur í laginu og fer hún hækkandi eftir því sem nær dregur miðju og nær hámarki með Pico del Teide sem er hæsta fjall Spánar í 3.718 m hæð yfir sjávarmáli. Santa Cruz er höfuðborgin þar sem búa um 250.000 íbúar en á eyjunni búa tæplega milljón manns.
Meðalhiti á Tenerife er í kringum 22-25 °C en athugið að hitastigið getur verið lægra upp til fjalla.
Ameríska ströndin, eða Playa de las Américas, er ein vinsælasta og líflegasta strandperla Tenerife. Hér sameinast endalausir sólríkir dagar, mjúkur gullinn sandur og glitrandi útsýni út á haf sem gerir hvern dag að sannkölluðu ævintýri.
Á daginn býður strandsvæðið upp á fjölbreytta afþreyingarmöguleika: slakaðu á í sólbaði, prófaðu brimbrettabrun, eða sigldu út á Atlantshafið þar sem hægt er að sjá bæði höfrunga og hvali í sínu náttúrulega umhverfi. Fyrir þá sem sækja í hreyfingu er úrval af vatnaíþróttum og strandgöngum sem gleðja bæði byrjendur og vana ferðamenn.
Þegar sólin sest finnur þú fjölbreytt úrval af veitingastöðum sem bjóða upp á bæði hefðbundna spænska rétti og alþjóðlega matargerð, ásamt fjölmörgum kaffihúsum, verslunum og næturlífi sem lætur engan ósnortinn.
Ameríska ströndin er kjörinn staður fyrir þá sem vilja njóta bæði afslöppunar og ævintýra – allt á sama stað. Hvort sem þú leitar að rólegum degi í sólinni eða litríkri kvöldstemningu, þá finnur þú það á strandsvæðinu ljúfa.
Morgun
_______________________________
Hádegi
________________________________
Síðdegi
________________________________
Kvöld
________________________________
Valfrjáls dagskrá
Ert þú til í heilsufrí, þar sem hvíld, hreyfing, mataræði og fræðsla eru í fyrirrúmi? Langar þig til að bæta matarræðið, missa nokkur aukakíló og setja heilsuna í fyrsta sætið? Þá er þetta rétta ferðin fyrir þig.
Þetta hafa farþegar okkar úr heilsuferðinni dásamlegu að segja:
„Dásamleg ferð sem lengi verður lifað á“Margrét
„Kærar þakkir fyrir þessa frábæru daga. Sjáumst að ári.“Sólveig
„Takk kærlega fyrir mig. Þetta var frábær ferð.“Ásdís Sigrún
Gist er á 4* hótelinu Gara Suites Golf & Spa með fullu fæði: Safar, súpur og salöt.
Hótelið er huggulegt og vel staðsett á Amerísku ströndinni, Playa de las Americas. Æfingaaðstaðan er í 10 mín. akstursfjarlægð frá hótelinu en rútur sækja fótbolta lið og keyra á svæðið og sækja að loknum æfingum.
Herbergin eru björt og snyrtileg. Sameignarsvæði hótelsins er fallegt og innréttað í notalegum stíl. Veitingastaður og hótelbar eru með snyrtilegasta móti. Móttakan er opin allan sólarhringinn.
Á hótelinu er huggulegt sundlaugarsvæði þar sem gestir fá úrvals aðstöðu til þæginda, hvíldar og sólbaða.
Hótelið býður upp á gjaldfrjálsa Wi-Fi tengingu en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma. Rétt hjá hótelinu er einnig að finna stóran verslunarkjarna, SIAM MALL og hinn vinsæla vatnsleikjagarð, SIAM PARK.
Að líða aðlaðandi er hluti þess að líða vel í eigin líkama. Hótelið býður upp á úrval nudd- og snyrtimeðferða til að bæta útlit og gæði húðarinnar ásamt því að auka vellíðan og mýkt líkamans.
Glæsileg heilsulind hótelsins býður meðal annars uppá sauna, blautgufu og jacuzzi.
Ef þú ert í leit að slökun, vellíðan, betri líkamsþyngd, aukinni orku, bættum svefni og hreinna matarræði þá erum við með réttu ferðina og fullkomið hótel fyrir þig.
Vinsamlega athugið að ljósmyndir af gististöðum, sem birtar eru á heimasíðu Tíu þúsund feta, eru fengnar frá gististöðunum. Þær eru aðeins til þess að gefa hugmynd um útlit þeirra. Tíu þúsund fet bera ekki ábyrgð á því ef eitthvað hefur breyst á gististöðunum frá því að ljósmyndir voru teknar. Tíu þúsund fet stjórna ekki staðsetningu farþega innan gististaða. Athugið einnig að gististaðir geta breyst en þá er ávallt boðið upp á sambærilega gististaði eða betri.
Í ferðum Tíu þúsund feta fara ávallt íslenskumælandi fararstjórar með í ferðirnar. Í þessari ferð er það Gunnar Már Kamban en hann hefur einnig 30 ára reynslu við einkaþjálfun og næringarráðgjöf. Síðastliðin ár hefur hann boðið upp á detox-meðferðir hér á landi með góðum árangri. Sjálfur segir Gunnar að meðferðin sé það besta sem hann hafi upplifað fyrir eigin heilsu:
„Ég hef haft yfir 500 manns í meðferðum og það er frábær reynsla að sjá fólk umbreyta líðan sinni í þessum meðferðum. Detox er einstök leið til að stórbæta andlega og líkamlega heilsu í stresslausu umhverfi og er eitthvað sem ég mæli með að fólk geri reglulega út lífið.
Ég er gríðarlega spenntur yfir að geta boðið þessa dvöl á Tenerife í því fallega landslagi og góða loftslagi sem þar er. Hótelið er einstakt hótel sem býður upp á allt sem til þarf til að upplifa einstaka detox daga og vinda ofan af stressi og streitu. Ég mun taka á móti ykkur og verð til staðar allan tímann. Ég mun aðstoða ykkur varðandi mataræðið og hreyfinguna og veita ykkur ráðgjöf og stuðning í gegnum allt ferlið og veit að þið munið upplifa frábæra dvöl og koma fersk og endurnærð heim.
Hlakka til að taka á móti ykkur.“
Flug:
Farangur:
Hótel:
Fæði:
Akstur
Í nafni náttúrunnar
EKKI INNIFALIÐ