Dásamleg heilsuferð á Tenerife með íþróttafræðingnum og þjálfaranum, Siggu Fanndal. Þetta er ferð fyrir alla þá sem vilja hafa það gott, skemmta sér og njóta á 4* gistingu í fallegum strandbæ á eyjunni fögru.
Endurnærandi heilsuferð á Tenerife sem mun hafa frábær áhrif á heilsu þína og líðan, bæði andlega og líkamlega. Þetta er ferð fyrir alla þá sem vilja setja sjálfa sig í fyrsta sæti og njóta á 4* gistingu í strandbæ á norðuhluta eyjarinnar fögru. Á hótelinu eru allar aðstæður til að njóta hvíldar og vellíðunar, þannig að farþegar okkar nái góðri slökun, auknu heilbrigði, góðum svefni, meiri orku, innri kyrrð og losni við streitueinkenni.
Hreyfing, styrkur, jafnvægi og slökun í skemmtilegum félagsskap og góðu veðri með hinni einu sönnu Siggu Fanndal.
Í þessari einstöku heilsuferð, í fallegum og líflegum strandbæ á suðurhluta Tenerife, verður lögð áhersla á þinn innri kraft og ytra flæði undir handleiðslu þjálfarans og markþjálfans Siggu Fanndal. Þetta er heilsuferð í allra jákvæðustu merkingu þess orðs og í henni nærðu að sameina ró og kraft fyrir líkamann.
Hótelið er huggulegt og ný tekið í gegn og er á besta stað í bænum, rétt ofan við fallegar strendur og gamla miðbæinn.
Hér er á ferðinni fullkomin ferð fyrir þá sem vilja losna undan streitu og álagi, vilja ná góðri hvíld og slökun, bæta svefn og finna til núvitundar, fræðast um gott mataræði, góða heilsu og fá hreyfimeðferð hjá íþróttafræðingi með áratugareynslu.
Tenerife er stærsta og fjölsóttasta eyjan af þeim átta eyjum sem tilheyra Kanaríeyjunum. Hún er staðsett mitt á milli eyjanna Gran Canaria, La Gomera og La Palma. Tenerife er eldfjallaeyja sem talin er að hafi myndast fyrir 8 milljónum ára. Hún er í u.þ.b. 300 km fjarlægð frá meginlandi Afríku og í u.þ.b. 1300 km frá meginlandi Spánar. Eyjan er 2.034 ferkílómetrar að flatarmáli og er eins og þríhyrningur í laginu og fer hún hækkandi eftir því sem nær dregur miðju og nær hámarki með Pico del Teide sem er hæsta fjall Spánar í 3.718 m hæð yfir sjávarmáli. Santa Cruz er höfuðborgin þar sem búa um 250.000 íbúar en á eyjunni búa tæplega milljón manns.
Meðalhiti á Tenerife er í kringum 22-25 °C en athugið að hitastigið getur verið lægra upp til fjalla.
Gamli bærinn í Puerto de la Cruz er líflegur og skemmtilegur með fallegum húsum, kirkjum og göngugötum og skemmtilegum verslunum. Hafnarsvæðið og hafnargarðarnir eru einnig skemmtilegir og sitthvoru megin við þá er að finna tvær sandstrandir sem notalegt er að heimsækja. Útfrá annarri þeirra eru jafnframt fallegar og gróðursælar gönguleiðir sem ná í raun langleiðina eftir allri norðustrandlengju eyjarinnar.
Ein elsta kapella Kanaríeyja er einnig að finna í miðbæ Puerto de La Cruz og heitir hún Ermita de San Amaro. Hún er frá 16. öld og var hún vígð með það að markmiði að kristna frumbyggjana. Í strandbænum, alveg niðri við sjávarsíðuna, er líka fallegur sundlaugagarður, Lago Martianez, og í miðjum bænum er síðan að finna einn glæsilegasta dýragarð veraldar, Loro Parque.
Í bænum má einnig finna fallega grasagarða frá 18. öld, annars vegar El Botánico og hins vegar Jardin de Orquideas þar sem rithöfundinn frægi, Agatha Christie, vandi komur sínar og fékk hugmynd að bók sinni The Mysterious Mr. Quin. Síðan eru líka fallegar og litríkar tröppur í bænum tileinkaðar rithöfundinum þar sem hver og ein trappa táknar bókakjöl bóka hennar. Þar er svo einnig barinn San Telmo Lido sem varð frægur fyrir það eitt að hafna Bítlunum að spila á sínum tíma. Þá er flottur golfvöllur í nágrenninu og stórir verslunarkjarnar ofar í bænum.
Laugardagurinn 3. október
Ferðadagur – Flogið með Icelandair til Tenerife
Við komuna á hótelið, koma farþegar sér fyrir á herbergjum og fá sér kvöldverð á hótelinu.
Eftir kvöldverð verður boðið upp á stuttan kynningarfund og boðið upp á létt hópefli.
Sunnudagurinn 4. október
Morgunverður á hóteli
9:00-10:00 Jóga – flæði og vakning líkamans
Byrjað verður á öndunaræfingum og síðan farið í jógaflæði til að vekja líkamann og taugakerfið. Róleg og góð byrjun á þessum fyrsta degi heilsuferðarinnar.
10:00-15:00 Frjáls tími
15:00-17:30 Göngutúr og virk hreyfifærni á strönd
Hópurinn gengur saman og kynnist nærumhverfinu og endar á fallegri sandströnd, þar sem tekin verður virk hreyfifærni með áherslu á liðleika, styrkingu og mjúka opnun. Endað á stuttri hugleiðslu og þakklætisæfingu.
Kvöldverður á hóteli.
Mánudagurinn 5. október
Morgunverður á hóteli.
9:00-10:00 Líkamsvitund og styrkur
Styrkjandi jóga, hatha og viyasa flæði, þar sem kjarnavöðvar, jafnvægi og stöðugleiki er virktur.
10:00 – 15:00 Frjáls tími
15:00 – 17:00 Virk styrktarþjálfun
Hópurinn gengur saman á ströndina þar sem teknar verða styrktaræfingar, sem henta öllum getustigum og endað á góðri djúpslökun og öndun.
Kvöldverður á hóteli.
Þriðjudagurinn 6. október
Morgunverður á hóteli
9:00-17:00 Náttúrujóga
Keyrt upp í þjóðgarð El Teide, þar sem fræðsla undir íslenskri fararstjórn verður veitt á leiðinni. Þegar upp til fjalla verður komið verður farið í létta göngu í stórbrotnu landslagi. Á leiðinni mun Sigga haldan utan um vinnustofu: ,,Ég, um mig, frá mér, til mín“, undir berum himni í stórbrotnu, orkumiklu umhverfi. Sigga mun einnig sjá um jóga í fallegum skógi á heimleiðinni, þar sem áhersla verður lögð á jógaflæði, virðingu fyrir líkamanum og núvitund með sannri jarðtengingu.
Kvöldverður á hóteli.
Miðvikudagurinn 7. október
Morgunverður á hóteli.
9:00-10:30 Virk styrktarþjálfun
Hópurinn gengur saman á ströndina, þar sem styrktaræfingar, sem henta öllum getustigum, fara fram. Athyglin sett á gleði og sköpun.
10:30-16:30 Frjáls tími
16:30-18:00 Líkamsrækt
Hópurinn tekur göngutúr á góða líkamsræktarstöð, þar sem tekin verður virk styrktarþjálfun með lóðum, sem henta öllum getustigum. Áhersla lögð á líkamsvitund, kjarnastyrk og öryggi í hreyfingum
Kvöldverður á hóteli.
Fimmtudagurinn 8. október
Morgunverður á hóteli
9:00-10:00 Styrktarjóga
Byrjað á góðum öndunaræfingum sem efla einbeitingu og sjálfstraust. Í framhaldi farið í jógaflæði til að byggja upp styrk og orku. Tengingu náð við kraft og líkamsvitund.
10:00-10:30 Flothugleiðsla
10:30-16:00 Frjáls tími
16:00-18:00 Líkamsrækt
Gengið saman á flotta líkamsræktarstöð í grennd við hótelið, þar sem lögð verður áhersla á virka styrktarþjálfun með lóðum, líkamsvitund, kjarnstyrk og öryggi í hreyfingum. Endað á hugleiðslu um innri kraft, mörk og sjálfsvirðingu.
Kvöldverður á hóteli.
Föstudagurinn 9. október
Morgunverður á hóteli.
9:00-17:00 Lagos Martianez
Hópurinn gengur saman á fallegt sjávarlaugarsvæði, Lagos Martianez, niðri við strönd. Þar verður byrjað á góðum öndunaræfingum fyrir þakklæti og síðan verður tekið Yin jóga í klukkustund. Athygli sett á innri ró, sjálfstrú og framtíðarstefnu. Í framhaldi er tilvalið að njóta dagsins í garðinum, taka flothugleiðslu, sleikja sólina og njóta þess að slaka á í einstöku umhverfi.
Kvöldverður á hóteli.
Laugardagurinn 10. október
Í frjálsum tímum er hægt að njóta þess að gera eitt og annað eins og að fara í notalegt spa, nudd og snyrtimeðferðir. Stutt frá hótelinu er flott líkamsræktarstöð, þar sem hægt er að styrkja sig enn frekar. Þá er einnig stutt á fallegar strendur og aðstaða til slökunar á þaksvölum hótelsins er einnig góð. Þá er tilvalið að kíkja á kaffihús og í skemmtilegar sérverslanir í miðbænum en einnig er stutt að fara með leigubíl í stóran verslunarkjarna. Rölta eftir fallegri strandlengju borgarinnar og ganga upp tröppur Agöthu Christie. Í grenndinni er einnig að finna dýrargarðinn, Loro Parque, sem hefur fengið margar viðurkenningar fyrir að hugsa vel um dýrin sem þar má sjá.
Vinsamlega athugið
Ofangreind dagskrá er birt með fyrirvara. Tíu þúsund fet áskilja sér rétt til að breyta dagskrá ef á þarf að halda með tilliti til veðurs og annarra aðstæðna, að sjálfsögðu með heill farþega í fyrrúmi.
Ert þú til í skemmtilegt og heilsusamlegt frí, þar sem hvíld, hreyfing, mataræði og skemmtun eru í fyrirrúmi? Þá er þetta rétta ferðin fyrir þig.
Gist er á 4* hótelinu AF Valle Orotava með fullu fæði; safar, súpur og salöt.
Hótelið er vel staðsett í Puerto de la Cruz, einum af stærri strandbæjum eyjarinnar fögru. Sameignarsvæði hótelsins er fallegt og innréttað í notalegum stíl. Móttakan er opin allan sólarhringinn. Herbergin eru björt, snyrtileg og vel útbúin með flatskjá, minibar og þráðlausu interneti. Á hótelinu er sundlaugasvæði með tveimur sundlaugum og sólbekkjum. Þar er einnig heilsulind og líkamsræktaraðstaða. Veitingastaður og hótelbar eru með snyrtilegasta móti.
Öll herbergi hótelsins eru innréttuð með hlýlegum litum og búin fyrsta flokks húsbúnaði.
Hótelið býður upp á úrval nudd- og snyrtimeðferða til að bæta útlit og gæði húðarinnar ásamt því að auka vellíðan og mýkt líkamans.
Glæsileg heilsulind hótelsins býður meðal annars uppá sauna, blautgufu og jacuzzi.
Vinsamlega athugið að ljósmyndir af gististöðum, sem birtar eru á heimasíðu Tíu þúsund feta, eru fengnar frá gististöðunum. Þær eru aðeins til þess að gefa hugmynd um útlit þeirra. Tíu þúsund fet bera ekki ábyrgð á því ef eitthvað hefur breyst á gististöðunum frá því að ljósmyndir voru teknar. Tíu þúsund fet stjórna ekki staðsetningu farþega innan gististaða. Athugið einnig að gististaðir geta breyst en þá er ávallt boðið upp á sambærilega gististaði eða betri.
Í ferðum Tíu þúsund feta fara ávallt íslenskumælandi fararstjórar með í ferðirnar og mun Rún Kormáksdóttir sjá um fararstjórnina að þessu sinni. Í þessari ferð mun einnig engin önnur en Sigga Fanndal, íþróttafræðingur, sjá um að bjóða upp á frábæra dagskrá í blíðunni á Tenerife.
Sigga hefur menntað sig á mörgum sviðum en hún er m.a. íþróttafræðingur, kennari, þjálfari, jógakennari, sjúkranuddari, verkefnastjóri og markþjálfi. Þá lærði hún sálfræði og hefur náð að nýta hana í leiðtogastarfi sínu. Hún hefur hefur náð að tengja nám sitt við fjölbreytt störf með fólki á öllum aldri í yfir 20 ár en hún hefur bæði séð um þjálfun á afreksfólki en einnig séð um þjálfun ýmissa hópa.
Sigga er áhugasöm um allt sem snýr að bæði andlegri og líkamlegri heilsu!
Flug:
Farangur:
Hótel:
Fæði:
Akstur
Afþreying
Í nafni náttúrunnar
EKKI INNIFALIÐ













