Tíu þúsund fet bjóða nú upp á glæsilega hringferð um Marokkó, með áherslu á hinar keisaralegu borgir. Fjölskrúðugt mannlíf, meiriháttar matargerð, óþrjótandi afþreyingarmöguleikar og vönduð íslensk fararstjórn.
Ógleymanlegt ævintýri þar sem farþegar fá tækifæri til þess að upplifa framandi og sólríkar slóðir saman!
Tíu þúsund fet kynna meiriháttar hringferð um Marokkó. Dvalið er á 4* hótelum í hinum keisaralegu borgum landsins.
Þaulreyndir íslenskumælandi fararstjórar halda utan um hópinn og fræða um land, menningu, siði og þjóð. Stútfull dagskrá af fræðslu og fjöri undir vandaðri íslenskri leiðsögn tveggja reynslumikilla fararstjóra.
Hér er frábært tækifæri til að upplifa stórbrotna menningu og njóta óþrjótandi afþreyingarmöguleika á sólríkum og framandi slóðum.
Marokkó er einkar heillandi land í Norður-Afríku aðeins spölkorn frá landamærum Spánar handan Gíbraltarsunds, með landamæri að Sahara eyðimörkinni í suðri og Alsír í austri. Það má í raun segja að Marokkó standi á krossgötum austurs og vesturs, Afríku og Evrópu, og Miðjarðar- og Atlantshafsins. Landið telur rúmlega 446 þúsund ferkílómetra og þar búa tæplega 32 milljónir manna en land og þjóð hafa mótast af ýmsum samskiptum Berba, Araba, Afríkubúa, Gyðinga og Evrópubúa.
Landið er þekkt fyrir fjölbreytta náttúru og fallegt landslag, ríka menningararfleifð og sögu og heillandi borgir með skemmtilegu mannlífi sem litast af litríkum mörkuðum og matargerðarlist.
Hinar konunglegu borgir Marokkó
Marokkó er land sem sameinar hefðir, framandi menningu og töfrandi náttúru ásamt hinum konunglegu borgum landsins. Hver og ein þeirra hefur að geyma ómetanlega sögu og vitnisburð um fortíðina. Fez, Marrakeck, Meknes, Rabat og Casablanca eru ekki bara borgir heldur eru þær lifandi sögubækur um hinar konunglegu ættir og mismunandi blómaskeið landsins í gegnum aldirnar.
Fez – Elsta borg landsins þar sem sagan drýpur af hverju strái. Einn elsti háskóli heims er í borginni ásamt hinni sögufrægu medínu og litríkum handverksmörkuðum.
Marrakech – Lífleg og litrík, án efa ein af frægustu borgum Marokkó. Torgið Djemaa el-Fna tekur á móti gestum með lifandi tónlist, souk-markaði og litríkum mannlífi. Þá er Marrakech borg sem breytir um búning eftir sólarlag.
Meknes – Borgin sem var mikið veldi konungsætta fyrri tíma. Þar má finna glæsilegar hallir, hefðarhýbýli og stórbrotna borgarmúra. Það er ekki annað hægt en að heillast af þessari mögnuðu borg Marokkó.
Rabat – Höfuðborg Marokkó, sem sameinar nútímann við sögulega tíma í glæsilegum byggingum. Borgin iðar af mannlífi, listum og fjölbreyttri afþeyingu.
Casablanca – Glæsileg nútímaleg borg, þar sem hvítar byggingar og stórfelldar klettavíkur einkenna borgina. Casablanca er borg sem sameinar jafnframt gamla og nýja tímann í áhugaverðri sögu.
Hver og ein þessara borga er eins og perla í skartgripaskríni Marokkó, fullar af dýrmætri sögu, menningu og ævintýrum.
Mánudagur
Ferðadagur: Keflavík – Marrakech
Þriðjudagur
Marrakech – Casablanca
Miðvikudagur
Casablanca – Rabat – Fez
Fimmtudagur
Meknes – Volubilis – Fez
Föstudagur
Fez
Laugardagur
Beni Mellal – Marrakech
Sunnudagur
Marrakech
Mánudagur
Ferðadagur: Marrakech – Keflavík
Ítarlegri dagskrá má sjá hér að neðan.
Í ferðinni er gist á eftirfarandi hótelum, eða sambærilegum:
Vinsamlega athugið að ljósmyndir af gististöðum, sem birtar eru á heimasíðu Tíu þúsund feta, eru fengnar frá gististöðunum. Þær eru aðeins til þess að gefa hugmynd um útlit þeirra. Tíu þúsund fet bera ekki ábyrgð á því ef eitthvað hefur breyst á gististöðunum frá því að ljósmyndir voru teknar. Tíu þúsund fet stjórna ekki staðsetningu farþega innan gististaða. Athugið einnig að gististaðir geta breyst en þá er ávallt boðið upp á sambærilega gististaði eða betri.
Í framandi ferðum Tíu þúsund feta fara þaulreyndir íslenskumælandi fararstjórar með í ferðirnar. Rún og Trausti hafa starfað við margs konar ferðaþjónustu í 25 ár ásamt því að ferðast um víða veröld, meðal annars hafa þau farið til margra ára með Íslendinga til Marokkó og eru því viskubrunnar um sögu og menningu landsins. Þau eru bæði kennaramenntuð.
Rún og Trausti munu sjá til þess að farþegar upplifi og njóti sín til fulls í þessari draumaferð um Marokkó, þar sem fræðsla og umfram allt skemmtileg upplifun verður sett í forgang.
Flug:
Farangur:
Hótel:
Fæði:
Akstur
Ferðir
Fararstjórn
Í nafni náttúrunnar
EKKI INNIFALIÐ
Ferðadagur: Keflavík – Marrakech
Flogið í beinu flugi frá Keflavík til Marrakech þar sem fararstjórar aðstoða hópinn við komuna og veita allar nauðsynlegar upplýsingar á leiðinni á hótelið.
Marrakech – Casablanca
Eftir morgunverð á hótelinu ökum við til Casablanca, sem gjarnan er kölluð höfuðborg viðskipta og iðnaðar í Marokkó en hún er stærsta borg Marokkó. Miklar andstæður er að finna í borginni en við keyrum í gegnum fátækrahverfi borgarinnar og heimsækjum síðan hina konunglegu mosku, Hassan II, sem er önnur stærsta starfandi moska í Afríku með 210 metra hárri mínorettu. Moskan og umhverfi hennar þykir afar glæsilegt en hún er staðsett í stórum garði nálægt strönd borgarinnar. Þess má geta að moskan tekur 25.000 manns inni í salnum og er hún með aðstöðu fyrir 80.000 manns utandyra. Moskan er sú eina innan Marokkó sem er opin almenningi.
Síðdegis heimsækjum við hið konunglega torg Mohamed V sem er í hjarta Casablanca. Torgið er umvafið fallegum byggingum frá franska nýklassíska tímabilinu og þykir vera andlit borgarinnar, þar sem sjá má stjórnsýsluhús, bankastofnanir og verslanir. Á torginu eru einnig fallegir skúlptúrar og gosbrunnar ásamt opnu svæði, þar sem fólk kemur saman og nýtur útiveru í skemmtilegu umhverfi innan borgarinnar.
Eftir heimsókn á Mohamed V torgið verður farið inn í Anfa-hverfið, sem er eitt af helstu íbúðarhverfum Casablanca, nálægt miðbænum. Hverfið þykir afar glæsilegt með fallegum íbúðarbyggingum í rólegu og gróðursælu umhverfi. Það er þekkt fyrir ríka menningu og fjölbreytta verslunarmöguleika, þar sem finna má skemmtilega veitingastaði og kaffihús, sem sum bjóða upp á fallegt útsýni yfir hafið og borgina.
Casablanca – Rabat – Fez
Að loknum morgunverði á hótelinu í Casablanca höldum við til höfuðborgarinnar Rabat, hjarta stjórnsýslunnar í landinu en borgin, er rík af sögu og menningu. Þegar þangað verður komið tökum við létta bæjarferð þar sem við fáum að sjá Kasbak Oudayas, sem er elsti bæjarhluti Rabat. Þar má finna kastalahverfi frá miðöldum, sem er staðsett í bröttum klettabjörgum við Atlantshafið, umvafið fallegum garði en svæðið hefur verið sett á heimsminjaskrá UNESCO. Húsin í hverfinu er öll hvít og blá að lit og gefa hverfinu því skemmtilegan sjarma, þar sem finna má m.a. verslanir sem selja fallegt handverk en hverfið á sér blómlega handverksmenningu.
Eftir heimsókn í kastalahverfið verður farið að Hassan-turninum sem er hluti af mosku sem aldrei var kláruð en turninn, sem er ríflega 40 m hár, átti að verða sá hæsti í heimi og hefði moskan verið kláruð hefði hún verið sú stærsta í hinum vestræna múslimaheimi. Turninn er með magnað útsýni yfir Atlantshafið og höfuðborgina sjálfa.
Þá verður farið á safn Mohammed V inni í miðborg Rabat en það þykir eitt mikilvægasta menningar- og sögusafn Marokkó. Safnið hýsir mikið af gömlum handverkum, listaverkum, skartgripum og minjagripum frá lífi konunga og annarra landsmanna. Byggingin er í hefðbundnum arabískum stíl með fallegum kúplum og bogum.
Eftir bæjarferðina verður haldið til Fez, elstu borgar landsins, þar sem hópurinn kemur sér fyrir á hóteli og snæðir kvöldverð.
Meknes – Volubilis – Fez
Eftir morgunverð verður farið inn í miðborg Meknes, sem var stofnuð á 11. öld af Almorabitine sem aðsetur fyrir herinn. Borgin var um tíma höfuðborg landsins undir stjórn Sultan Moulay Ismail á árunum 1672 – 1727, en hann var einnig stofnandi Alavita ættarinnar. Í borginni heimsækjum við hið konunglega hlið, Bab Mansour, sem þykir vera það glæsilegasta í allri Marokkó en það er byggt í marokkóskum stíl, stórt og fallega skreytt með flísum, viði og listaverkum. Þá verður farið inn í gamla bæjarhluta borgarinnar, sem einkennist af göngugötum og mörkuðum fullum af mannlífi og skemmtilegum vörum; handverki, kryddi, olíum og mat.
Nálægt Meknes er að finna eitt af mikilvægustu fornleifasvæðum Marokkó, þar sem finna má ótrúlega vel varðveittar rústir frá tímum Rómverjanna en þær eru þær stærstu og best varðveittustu þess tíma í Marokkó. Þar verða skoðuð forn hof, hallir, mósaíkmyndir og gamli bæjarhlutinn, sem gefa góða innsýn inn í byggingarstíl Rómverja og sögu landsins.
Eftir heimsóknina til Voulubilis er ekið til Fez, þar sem tekið er á móti hópnum með kvöldverði.
Fez
Eftir morgunmat förum við í heillandi bæjarferð um Fez, sem lengi hefur verið álitin trúarleg miðstöð Marokkó en borgin geymir meira en 1200 ára sögu og þar er að finna medinu, sem hefur verið sett á heimsminjaskrá UNESCO. Í borginni er einnig staðsettur elsti háskóli heims.
Farið verður inn í gamla miðaldar borgarhlutann, farið að Nejjarrine kerunum, kíkt inn í Moulay Idriss grafhýsið og hin merka Karaouyne moska skoðuð að utan. Í lok dags verður farið á markaðinn og til Fez Jdid, einn af þremur borgarhlutum Fez.
Heimsókn sem einkennist af þröngum hlykkjóttum strætum og húsasundum, þar sem blanda af ilmi kryddjurta og matargerð, ilmvötnum og lykt af sútuðu skinni einkennir andrúmsloftið innan um iðandi og litríkt mannlífið.
Síðdegis verður farið um þröng stræti Mellah, þar sem áður var gyðingahverfi. Þá verður haldið í úthverfin og kíkt á konungshöllina og notið einstaks útsýnis yfir alla borgina.
Fez – Beni Mellal – Marrakech
Að loknum morgunverði verður förinni haldið úr 400 metra hæð, borgarinnar Fez út í ósnortna náttúru Mið-Atlasfjallanna, sem rísa hæst upp í 2.000 m yfir sjávarmáli. Þar eru andstæður miklar, allt frá tilkomumiklum fjallgörðum með óvenjulegum klettamyndunum yfir í hæðir þaktar þéttum sedruskógum. Leiðin liggur meðfram Ifrane, fallegu skíðasvæði í 1.650 m hæð, en þar er bær sem er frægur fyrir sumarhús í evrópskum stíl. Þaðan verður ekið til Beni Mellal, sem er sú borg í Marokkó sem stækkar hraðast en hún þykir frábær staður fyrir náttúruunnendur og þá sem vilja vera í nánd við fallegt landslag fjalla, vatna og fossa en í kringum Beni Mellal er að finna fjölbreyttar gönguleiðir og frábærar aðstæður fyrir þá sem vilja stunda útivist af einhverju tagi. Í gamla bæjarhlutanum er að finna fornan kastala sem gnæfir yfir borginni, en hann á sér sögu frá tímum frönsku nýlenduherranna. Þá má finna litríka markaði með ilmandi kryddi og fallegu handverki víða í miðbænum.
Að lokinni heimsókn til Beni Mellal verður keyrt í síðdegissólinni til Marrakech.
Marrakech
Dagurinn byrjar á fræðandi bæjarferð eftir morgunverð. Marrakech er borg sem á sögu sem má rekja allt aftur til 11. aldar og er hún sú fjölsóttasta af ferðamönnum. Borgin er einnig þekkt undir nafninu Rauða borgin og býður hún upp á fjölda þekktra staða til að heimsækja. Í þessari ferð verður boðið upp á ferð í medinuna, gömlu borgina innan virkisins og kíkt á Souk, sem er einn stærsti markaður veraldar. Þá verður farið á hið heimsfræga torg Djamaa El Fna, þar sem öllu ægir saman, snákatemjarar, dansarar, apatemjarar, vatnssölumönnum, hestakerrum og henna-húðflúrurum svo fátt eitt sé nefnt. Eftir göngutúr um markaðinn verður komið við hjá Koutoubia moskunni og veitt fræðsla um þá sögufrægu byggingu.
Um kvöldið fer hópurinn saman út að borða á Dar Essalam veitingastaðnum í hjarta gömlu borgarinnar innan múranna sem er ekta marakkóskur veitingastaður með mikla sögu og ætlar hópurinn að borða saman.
Á staðnum hafa til dæmis Winston Churchill og Alfred Hitchkock notið marokkóskrar matargerðar í bland við þjóðlega skemmtun. Sá síðarnefndi var svo hrifinn af staðnum að ein af hans kvikmyndum, “The man who knew too much”, var tekin upp þar.
Staðurinn er jafnframt í sinni upprunalegu mynd frá því að þetta var Kasbah, herrasetur fína fólksins, með nokkrum herbergjum þar sem borðað er. Á meðan við njótum margrétta marokkósks kvöldverðar kemur tónlistarfólk og dansarar og skemmta.
Valfrjálsir dagskrárliðir:
Ferðadagur: Marrakech – Keflavík
Hópurinn verður sóttur fyrir framan hótel og fylgt í rútu út á flugvöll, þaðan sem flogið verður heim til Íslands eftir ævintýralegt ferðalag um Marokkó.