Tíu þúsund fet bjóða nú upp á sannkallaða sælkeraferð til Ítalíu, þar sem ferðalangar fá að kynnast einstakri matarmenningu þeirra heimamanna undir leiðsögn hinnar þekktu útvarps- og sjónvarpskonu, Sigurlaugar Margrétar Jónasdóttur en hún hefur um árabil haft brennandi áhuga á öllu sem viðkemur góðri matarmenningu og m.a. haldið úti þáttum sem snúast um matargerðlist á RÚV.
Sigurlaug Margrét mun leiða matgæðinga um allan sannleikann í ítalskri matargerðalist, farið verður m.a. út í sveitir í nágrenni við Róm, ferskmetið kynnt, eldað og borðað. Í ferðinni verður einnig farið inn í hjarta Rómarborgar, þar sem matgæðingar fá að smakka á öllu því besta sem ítölsk matarmenning býður upp á. Þetta er einfaldlega dásamleg ferð sem þú skalt ekki missa af!
Tíu þúsund fet kynna meiri háttar veisluferð til Ítalíu, þar sem Sigulaug Margrét Jónasdóttir, útvarps- og sjónvarpskona, kynnir hina dásamlegu matarmenningu Ítala fyrir landanum. Dvalið verður á huggulegu hóteli í Rómarborg.
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, hefur góða reynslu af því að vera fararstjóri á Ítalíu, þar sem hún starfaði til margra ára. Hún mun sjá um að halda vel utan um hópinn og fræða um land, menningu, siði og þjóð með áherslu á matarmenningu hennar. Vönduð dagskrá í boði og mikið innifalið, meðal annars bæjarrölt með Illuga Jökulssyni rithöfundi og heimsókn á ítalskan vínbúgarð með matarnámskeiði og vínsmökkun.
Hér er á ferðinni fróðleg og skemmtileg matarmenningarferð, þar sem einstök náttúra, saga, mannlíf og dásamlegur matur og góðar veigar skipa stórt hlutverk.
Ítalía
Ítalía liggur við Miðjarðarhafið á Appenína-skaganum í Suður-Evrópu og hefur lögun landsins verið líkt við háhæla stígvél. Landið er 301.340 ferkílómetrar að stærð og á landamæri að Frakklandi, Sviss, Austurríki og Slóveníu. Þá umlykur Ítalía tvö sjálfstæð ríki, San Marínó og Vatíkanið.
Fjöldi íbúa er tæplega 59 milljónir og er landið það þriðja fjölmennasta innan aðildarríkja Evrópusambandsins. Flestir íbúanna búa í höfuðborginni Róm eða tæplega 3 milljónir. Á Ítalíu er opinbera tungumálið ítalska en mállýskurnar eru margar og ólíkar eins og á Sikiley, í Napolí og í Feneyjum. Margir leita til Ítalíu til að læra þetta skemmtilega tungumál.
Veðrið er fjölbreytt og skiptist eftir landshlutum, en Miðjarðarhafsloftslag er þó ríkjandi með heitum og þurrum sumrum og mildum vetrum. Í norðrinu, sérstaklega í Alpafjöllunum einkennist veðrið hins vegar af köldum vetrum og snjókomu og heitum sumrum.
Ítalíu á sér gríðarlega langa og ríka sögu, sem nær mörg þúsund ár aftur í tímann, þar sem ýmsar fornþjóðir lögðu grunn að ýmsum menningarlegum þáttum landsins en samspil þeirra við sögulega atburði hafa mótað þjóðarvitund þeirra í gegnum tíðina.
Ítalir búa yfir ríkri menningarhefð og listum, þar sem þeir hafa lagt mikið að mörkum til bókmennta, tónlistar og vísinda svo fátt eitt sé nefnt en Dante, Verdi, Vivaldi og Galileo Galilei voru allir frá Ítalíu. Þá er landið þekkt fyrir einstakan arkitektúr, myndlist og skúlptúra, eins og St. Péturskirkjuna í Vatíkaninu, Colosseum í Róm og listamennirnir Leonardo da Vinci, Michelangelo og Raphael Sanzio, Ítalía er með flest svæði í heimi á heimsminjaskrá UNESCO, þar á meðal borgir eins og Feneyjar, Flórens og fornborgina Pompei. Þá er Ítalía heimsþekkt fyrir matargerðina sína, þar sem þeir bjóða upp á heimsins bestu pastarétti, pizzur og auðvitað langbesta ísinn. Þá er að finna héruð á Ítalíu sem rækta heimsklassa ólífur og vinna þeir ýmsar olíur úr þeim. Ítalir eru einnig þekktir fyrir vínræktina, sem þeir hafa stundað í hundruð ára og toppurinn verður að teljast eftirréttarvínið þeirra, limoncello.
Landslagið á Ítalíu er afar fjölbreytt, allt frá snævi þöktum tindum Alpafjalla í norðri yfir í sólríkar strendur við Miðjarðarhafið, þar sem Amalfi-ströndin verður að teljast sú vinsælasta. Þá má finna þar gróðursælar hæðir og fjöll og grösug flatlendi, þar sem ýmis ræktun á sér stað.
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM ÍTALÍU
Það er í raun ekki hægt að fanga allt sem Ítalía hefur upp á að bjóða í stuttu máli, landið er einfaldlega frábært heim að sækja og um það þarf ekki að hafa fleiri orð!
Róm
Róm sem er höfuðborg Ítalíu er staðsett á Mið-Ítalíu á vesturströndinni á bökkum Tíber-fljótsins og umlykur borgin borgríkið Vatíkanið, þar sem höfuðstöðvar kaþólsku kirkjunnar er með aðsetur páfans. Borgin er stundum kölluð ,,borgin eilífa” en til forna var hún höfuðborg heimsveldisins.
Í Róm er að finna marga áhugaverða staði ásamt skemmtilegum afþreyingarmöguleikum og dásamlegum mat.
Róm er einna þekktust fyrir hinar frægu byggingar, Colosseum, sem er stærsta hringleikahús veraldar þar sem m.a. glæsilegar bardagasýningar fóru fram og svo hin ægifagra Péturskirkja sem er stærsta kirkja Evrópu. Pantheon í Róm er síðan meðal best varðveittu bygginga heims, en arkitektúrinn þykir einstakur, sérstaklega fyrir sakir hvolfþaksins sem er það stærsta sinnar tegundar úr óstyrkri steypu.
Þá eru málverk Michaelangelo, Botticello og félaga á veggjum Sixtínsku kapellunnar í Vatíkaninu engu lík en þau teljast til frægustu listaverka sögunnar. Í Róm er síðan að finna hið forna Rómatorg eða Roman Forum, þaðan sem borgin byrjaði að vaxa en þar var miðpunktur viðskipta, menningar og stjórnsýslu Rómaveldis. Navónutorg telst síðan vera eitt fegursta torg Rómar, en áður fyrr var þar leikvangur Circus Agonalis. Þá má ekki nefna Róm án þess að minnast á Spænsku tröppurnar og Trevi-brunninn, þar sem þúsundir evra enda daglega ofan í brunninum.
Hægt er að finna söfn af ýmsu tagi í borginni, m.a. þjóðminjasafnið, sem inniheldur mikið af fornleifum og listaverkum frá Rómaveldi. Galleria Borghese listasafnið er líka skemmtilegt heim að sækja, með málverkum eftir snillinga eins og Michelangelo og Raphael. Þá er þar einnig að finna listasafn tileinkað samtímalist.
Matar- og vínmenning þeirra heimamanna einkennist af heimagerðu pasta, þar sem þekktustu pastaréttir Rómar eru Cacio e Pepe og Carbonara. Þá eru Rómarbúar snillingar í pizzugerð og er pizza al Taglio ein af þeim vinsælustu en hún minnir á heimagerðar kassalaga pizzur með þykkum botni, bragðgóðri sósu, áleggi og ljúffengum þykkum mozzarella osti. Ítalir elska líka ís en ítalska ísinn er mjög víða hægt að finna í borginni. Róm er síðan umkringd frægum vínræktarsvæðum eins og Frascati og Castelli Romani og er auðvelt að fara í vínsmökkun á velvöldum vínbúgörðum.
Róm er einfaldlega borg borganna!
Miðvikudagur 14. október
Fimmtudagur 15. október
Hugmyndir að auka afþreyingu
Föstudagur 16. október
Laugardagur 17. október
Sunnudagur 18. október
Ítarlegri dagskrá má sjá hér að neðan.
Í Róm verður gist á 4* hótelinu UNA Hotel Empire með morgunverði.
Hótelið er vinalegt og staðsett í göngufæri frá miðbænum.
Á hótelinu eru hugguleg herbergi, sem eru búin helstu þægindum, með þráðlausu gjaldfrjálsu neti, loftkælingu, öryggishólfi, minibar, sjónvarpi, baðvörum og hárblásara.
Maturinn á gististaðnum er fjölbreyttur og þar geta allir fundið eitthvað gómsætt til að kitla bragðlaukana, sem hinir ítölsku kokkar sjá um að matreiða fyrir mannskapinn. Ríkulegt morgunverðarhlaðborð en einnig er hægt að borða á veitingastað hótelsins að loknum viðburðaríkum dögum í Róm. Á verönd hótelsins er barsvæði, sem býður upp á ljúffenga kokteila og léttmeti.
Vinsamlega athugið að ljósmyndir af gististöðum, sem birtar eru á heimasíðu Tíu þúsund feta, eru fengnar frá gististöðunum. Þær eru aðeins til þess að gefa hugmynd um útlit þeirra. Tíu þúsund fet bera ekki ábyrgð á því ef eitthvað hefur breyst á gististöðunum frá því að ljósmyndir voru teknar. Tíu þúsund fet stjórna ekki staðsetningu farþega innan gististaða.
Í sælkeraferð, Tíu þúsund feta, til Ítalíu fer Sigurlaug Margrét Jónasdóttir en hún starfaði til margra ára á Ítalíu og er viskubrunnur um sögu og menningu Ítalíu.
Hún er ein ástsælasta útvarps- og sjónvarpskona landsins en hún er umsjónarmaður sjónvarpsþáttanna Matarsaga Íslands og Okkar á milli á RÚV og útvarpsþáttanna Segðu mér á Rás 1.
Sigurlaug er dóttir útvarpsmannsins Jónasar Jónassonar og dagskrárgerðarkonunnar Sigrúnar Sigurðardóttur. Hún mun sjá til þess að farþegar upplifi og njóti sín til fulls í þessari draumaferð um matargerðarlist Ítala, þar sem fræðsla og umfram allt skemmtileg matarupplifun verður í fyrirrúmi.
Illugi Jökuls fræðir farþega
Í þessa ævintýralegu ferð okkar um S-Ítalíu kemur Illugi Jökulsson með okkur þar sem rithöfundurinn skemmtilegi fræðir okkur á sinn einstaka hátt um sögu og siði lands og þjóðar.
Illugi er sonur Jóhönnu Kristjónsdóttur og Jökuls Jakobssonar. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur og Hrafn Jökulsson eru alsystkini hans. Illugi er giftur leikkonunni Guðrúnu Gísladóttur. Dóttir þeirra er útvarpskonan Vera Illugadóttir.
Illugi gekk í Menntaskólann í Reykjavík, en hætti skólagöngu sinni 1979, þá í sjötta bekk. Hann hóf störf sem blaðamaður á Vísi í apríl 1979 og starfaði þar til vors 1981. Árið 1986 hóf Illugi umsjón sína á útvarpsþættinum „Frjálsar hendur“ á Rás 1 og hefur sinnt því starfi nánast sleitulaust síðan. Illugi stofnaði tímaritið Sagan öll árið 2007 og gegndi þar ritstjórnarstörfum. Einnig stofnaði hann og ritstýrði tímaritinu Skakki turninn, þar sem hann vann með Veru.
Flug
Farangur
Hótel
Fæði
Akstur
Skoðunarferðir
Fararstjórn
Í nafni náttúrunnar
EKKI INNIFALIÐ
Miðvikudagur 14. október – Ferðadagur
Flogið með Icelandair frá Keflavík kl. 7:50 og lent á Leonardo da Vinci flugvelli í Róm kl. 14:35. Rúta bíður hópsins fyrir utan flugstöðvarbygginguna og fer með hann beinustu leið heim á hótel, þar sem farþegar geta komið sér fyrir.
Frjáls dagur til að njóta í Róm og ef áhugi er fyrir að borða saman kvöldverð, er hægt að koma því við.
Fimmtudagur 15. október – Gönguferð um miðborg Rómar með Illuga Jökulssyni

Frjáls tími um morguninn.
Hugmyndir að auka afþreyingu
Klukkan 14:00 fer hópurinn saman í gönguferð á sögufrægar slóðir Rómar með Illuga Jökulssyni rithöfundi. Fyrst verður gengið að Pantheon, þar sem við kíkjum inn í musterið og virðum fyrir okkur ótrúlegan arkitektúr þess. Því næst verður komið við hjá Trevi gosbrunninum, þar sem sú hefð, að kasta evru út í brunninn, hefur skapast í gegnum tíðina fyrir góðri lukku. Eftir það verður gengið að Spænsku tröppunum, lengstu og breiðustu tröppum Evrópu en þær eru jafnframt eitt helsta kennileiti borgarinnar þar sem margir viðburðir hafa verið haldnir í gegnum tíðina.
Þá göngum við frá spænska torginu og upp tröppurnar að Trinita dei Monti kirkjunni, þar sem fallegt útsýni gefst yfir svæðið.
Röltið endum við á einu af vinsælli torgum Rómar, Navona-torgið, þar sem sem hinn frægi gosbrunnur hinna fjögurra áa stendur fyrir miðju torgi, en torgið er líka þekkt fyrir fjöldann allan af skemmtilegum kaffiteríum og veitingahúsum með iðandi mannlífi og þar ætlar hópurinn einmitt að njóta góðs kvöldverðar (valfrjáls hádegisverður)
Föstudagur 16. október – Leyndardómar matargerðar í Róm – Matarsmökkun – Barhopp í Róm
Eftir morgunverð verður hópurinn sóttur heim á hótel og farið í matartúr, þar sem leyndardómar ítalskrar matarmenningar verða kynntir með matarsmökkun af ýmsu tagi.
Kíkt verður á elstu kaffihús Rómar, þar sem boðið verður upp á fróðleik um hið ljúfenga ítalska kaffi og kaffibolla; cappuccino og espresso. Boðið verður upp á bestu pizzusneiðarnar frá Róm og farið á elsta markað borgarinnar, þar sem boðið verður upp á ostasmökkun; Pecorino Romano osti. Þá fer enginn til Rómar án þess að smakka dæmigert pasta frá Róm. Í ferðinni verður einnig komið við í sælkeraverslun, þar sem boðið verður upp á smökkun á alls kyns bragðgóðum pylsum, skinkum og ostum ásamt ljúffengu ítölsku víni. Að endingu verður farið saman í hádegisverð, þar sem boðið verður upp á spaghetti carbonara, réttur sem á ættir sínar að rekja til Rómar. Í eftirrétt verður boðið upp á ekta ítalskan ís!
Eftir hádegismat er frjáls tími til að njóta alls þess sem Róm hefur uppá að bjóða. Um kvöldið fer hópurinn á barhopp í Róm með Sigurlaugu.
Hugmyndir að auka afþreyingu
Laugardagur 17. október – Matreiðslunámskeið og veisla í ítölskum vínbúgarði: Pastagerð – Pizzugerð – Foccaccia – Vínsmökkun

Eftir morgunverð verður hópurinn sóttur með rútu fyrir utan hótelið. Síðan verður keyrt rétt út fyrir Rómarborg og farið í kastalaheimsókn, þar sem boðið verður upp á ítalskt matreiðslunámskeið og vínsmökkun. Að lokinni matargerð, verður haldin matarveisla í kastalanum og notið góðra veiga. Að lokinni matarveislu verður farið aftur til Rómar, þar sem hópurinn nýtur alls þess sem borgin hefur upp á að bjóða í frjálsum tíma.
Sunnudagur 18. október – Ferðadagur
Eftir morgunmat er frjáls tími til klukkan 13:00 en þá verður hópurinn sóttur heim á hótel og keyrður út á flugvöll, Leonardo da Vinci í Róm. Þaðan er áætlað flug með Icelandair kl. 15:45 en lending í Keflavík er kl. 18:35. 8.10.
Ofangreind dagskrá er birt með fyrirvara. Tíu þúsund fet áskilja sér rétt til að breyta dagskrá ef á þarf að halda með tilliti til veðurs og annarra aðstæðna, að sjálfsögðu með heill farþega í fyrirrúmi.
Athugið að listinn er ekki tæmandi og aðeins til viðmiðunar.













