Tíu þúsund fet bjóða nú upp á sannkallaða sælkeraferð til Marokkó, þar sem ferðalangar fá að kynnast einstakri matarmenningu þeirra heimamanna undir leiðsögn hinnar þekktu útvarps- og sjónvarpskonu, Sigurlaugar Margrétar Jónasdóttur en hún hefur um árabil haft brennandi áhuga á öllu sem viðkemur góðri matarmenningu og m.a. haldið úti þáttum á RÚV sem snúast um matargerðlist, Matarsögu Íslands.
Sigurlaug Margrét mun leiða matgæðinga um allan sannleikann í marokkóskri matargerðalist, farið verður m.a. út í sveitir í nágrenni við Marrakech, ferskmetið kynnt, eldað og borðað. Í ferðinni verður einnig farið inn í hjarta borgarinnar, þar sem matgæðingar fá að smakka á öllu því besta sem marokkósk matarmenning býður upp á. Þetta er einfaldlega dásamleg ferð sem þú skalt ekki missa af!
Tíu þúsund fet kynna meiri háttar veisluferð til Marrakech, þar sem Sigulaug Margrét Jónasdóttir, útvarps- og sjónvarpskona, kynnir hina dásamlegu matarmenningu þar í landi fyrir farþegum. Dvalið verður á huggulegu hóteli í borginni.
Sigurlaug, hefur góða reynslu af því að vera fararstjóri, þar sem hún starfaði til margra ára m.a. á Ítalíu. Hún mun sjá um að halda vel utan um hópinn og fræða um land, menningu, siði og þjóð með áherslu á matarmenningu hennar. Vönduð dagskrá í boði og mikið innifalið.
Hér er á ferðinni fróðleg og skemmtileg matarmenningarferð, þar sem einstök náttúra, saga, mannlíf og dásamlegur matur og góðar veigar skipa stórt hlutverk.
Marokkó er einkar heillandi land í Norður-Afríku aðeins spölkorn frá landamærum Spánar handan Gíbraltarsunds, með landamæri að Sahara eyðimörkinni í suðri og Alsír í austri. Það má í raun segja að Marokkó standi á krossgötum austurs og vesturs, Afríku og Evrópu, og Miðjarða- og Atlantshafsins. Landið telur rúmlega 446 þúsund ferkílómetra og þar búa tæplega 32 milljónir manna en land og þjóð hafa mótast af ýmsum samskiptum Berba, Araba, Afríkubúa, Gyðinga og Evrópubúa.
Landið er þekkt fyrir fjölbreytta náttúru og fallegt landslag, ríka menningararfleifð og sögu og heillandi borgir með skemmtilegu mannlífi sem litast af litríkum mörkuðum og matargerðarlist.
Ein af stærri borgum Marokkó er Marrakech en hún var um tíma höfuðborg landsins. Borgin er þekkt fyrir heillandi menningu, sem hefur orðið fyrir sterkum áhrifum hefða frá Berbum, Aröbum og Evrópubúum, en þau birtast einna helst í tónlist, dansi og hátíðarhöldum þeirra heimamanna. Þá er borgin rík af sögu og fallegum byggingum en þar er m.a. að finna hina glæsilegu Bahia-höll, hin merkilegu Saadian grafhýsi og Koutoubia moskuna.
Markaðurinn innan veggja gamla bæjarhlutans er frægur fyrir iðandi mannlíf og sín þröngu stræti þar sem finna má litríkan og heillandi söluvarning eins og keramikvörur, hljóðfæri, töskur, lampa, krydd, skart og málverk svo fátt eitt sé nefnt. Toppurinn við markaðinn er svo auðvitað Jemaa el-Fna torgið, þar sem hægt er að fylgjast með listamönnum leika listir sínar, eins og þjóðdansa og slöngutemjara.
Veitingastaðir eru heldur ekki af verri endanum og má m.a. finna sannkallaðan veislumat sem einkennist af ýmsum þjóðarréttum eins og tagine, þar sem kjöt eða fiskur er borinn fram með alls kyns grænmeti, döðlum, sveskjum og hinu þekkta kúskúsi í þar til gerðum litríkum keramikpottum. Heimamenn eru líka þekktir fyrir sín góðu krydd, sem gera það að verkum að maturinn verður aldrei neitt annað en algjört lostæti. Veitingastaðirnir eru líka jafn fjölbreyttir eins og þeir eru margir og hægt að njóta matar ýmist uppi á húsþökum staðanna með útsýni yfir fjölskrúðuga borgina eða inni í fallega skreyttum sölum, þar sem gestum líður einna helst eins og kóngafólki.
Það skemmtilega við Marrakech er að það er stutt að fara út í fallega náttúruna, þar sem hún er umkringd Atlas-fjöllunum, þar sem boðið er upp á alls kyns afþreyingu eins og fjallgöngur, hjólreiðaferðir, kameldýrareið og ferð í loftbelg!
MARRAKECH
Borgin er höfuðstaður suðvesturhluta landsins og er fjórða fjölmennasta borg Marokkó. Líkt og margar borgir landsins samanstendur borgin af gömlum bæjarhluta, svokallaðri medinu sem skilur sig frá nýrri hverfum. Í gamla borgarhlutanum ríkir skemmtileg stemning með loftfimleikamönnum, vatnsölumönnum, dönsurum og tónlistarmönnum. Þar má svo borða góðan mat á opnum veitingastöðum á torgum borgarinnar.
Merking heitisins á borginni er komið úr tungu Berbanna og þýðir í raun “land Guðs”. Á 11. öld er talið að ættkvíslir Berbanna frá Sanhaja-eyðimörkinni hafi kastað niður tjöldum sínum á Marrakech-sléttunni og þannig myndað byggð á svæðinu árið 1062.
Á blómaskeiði borgarinnar varð Marrakech höfuðborg Marokkó þar sem fjöldi skálda og fræðimanna flykktust til borgarinnar. Síðar varð borgin þekkt fyrir hina ,,sjö heilögu” dýrlinga borgarinnar sem laðað hafa pílagríma víða að.
Marrakech er staðsett við rætur Há-Atlasfjallanna, hæsta fjallgarði í Norður-Afríku, sem nær hæst í 4000 m.y.s. Þar má finna snjó á fjallstoppunum allt árið um kring. Í kringum borgina er mikil plöntuflóra og rík ávaxtauppskera. Loftslag borgarinnar er frekar þurrt, með rökum vetrum og heitum og þurrum sumrum.
Borgin er mikil viðskiptaborg og þar skerast járnbrautaleiðir og þjóðvegir og auk þess er hún miðstöð úlfaldalesta. Þarna er margs konar framleiðsla, s.s. ávaxtavinnsla og þó nokkur ræktun á grænmeti. Einnig eru þar sútanstöðvar, framleiðsla kasmírullar, hveitis, byggingarefna og hefðbundinn handiðnaður er enn þá stundaður t.d. leðurvinnsla og teppavefnaður.
Nokkrar staðreyndir um Marokkó og Marrakech:
Marokkó er eitt af fáum löndum í heiminum sem liggur bæði að Miðjarðarhafinuog Atlantshafinu – sem þýðir að þar er hægt að surfa á morgnana og synda í heitu, kyrru Miðjarðarhafi síðdegis.
Nafn Marokkó kemur af borginni Marrakech – í mörgum tungumálum var nafnið á landinu dregið af nafni borgarinnar.
Marokkó er þekkt fyrir sína litskrúðugu markaði – en „súkið“ í Marrakech er einn sá stærsti í Afríku með hundruð litla bása sem selja allt frá kryddum til handgerðs leðurs og listmunum.
Te er þjóðardrykkur Marokkó – og það er kallað „marokkóskt viskí“ (án áfengis, auðvitað). Það er alltaf borið fram með mikilli gestrisni og oft úr mikilli hæð til að skapa fallega froðu.
Í Atlasfjöllum má enn finna Berbaþorp þar sem lífsstíllinn hefur lítið breyst í margar aldir.
Marrakech er kölluð „rauða borgin“ vegna rauðlitaðs steins og leirbygginga sem gefa henni einstakan lit í sólsetrinu.
Hjarta borgarinnar er Djemaa el-Fna torgið, sem á kvöldin breytist í lifandi útileikhús með götuatriðum, tónlist, ormasýningarum og matarbasar sem ilmar af kryddum.
Marrakech var stofnuð á 11. öld og var eitt sinn höfuðborg konungsríkisins – menningin og byggingarlistin bera þess merki enn í dag.
Borgin er einnig þekkt fyrir hammam-baðhúsin sín – hefðbundin gufuböð þar sem bæði heimamenn og gestir hreinsa líkama og sál í gömlum marokkóskum stíl.
Fimmtudagurinn 19. mars
Föstudagurinn 20. mars
Laugardagurinn 21. mars
Sunnudagur 22. mars
Mánudagur 23. mars
Hugmyndir að auka afþreyingu í frjálsum stundum
Í Marrakech verður gist á 4* hótelinu Kennedy Resort með morgunverði.
Hótelið er vinalegt og staðsett í rólegu íbúðarhverfi í nýja bæjarhlutanum en þaðan er stutt að ganga í gamla bæjinn. Á hótelinu eru hugguleg herbergi, sem eru búin helstu þægindum, með þráðlausu gjaldfrjálsu neti, loftkælingu, öryggishólfi, minibar og sjónvarpi.
Maturinn á gististaðnum er fjölbreyttur og þar geta allir fundið eitthvað gómsætt til að kitla bragðlaukana, sem kokkar sjá um að matreiða fyrir mannskapinn. Ríkulegt morgunverðarhlaðborð en einnig er hægt að borða á veitingastað hótelsins að loknum viðburðaríkum dögum í Marrakech. Á verönd hótelsins er barsvæði, sem býður upp á ljúffenga kokteila og léttmeti.
Vinsamlega athugið að ljósmyndir af gististöðum, sem birtar eru á heimasíðu Tíu þúsund feta, eru fengnar frá gististöðunum. Þær eru aðeins til þess að gefa hugmynd um útlit þeirra. Tíu þúsund fet bera ekki ábyrgð á því ef eitthvað hefur breyst á gististöðunum frá því að ljósmyndir voru teknar. Tíu þúsund fet stjórna ekki staðsetningu farþega innan gististaða.
Í sælkeraferð, Tíu þúsund feta, til Marrakech fer Sigurlaug Margrét Jónasdóttir en hún starfaði til margra ára sem fararstjóri og er viskubrunnur um matarmenningu ýmissa þjóða.
Hún er ein ástsælasta útvarps- og sjónvarpskona landsins en hún er umsjónarmaður sjónvarpsþáttanna Matarsaga Íslands og Okkar á milli á RÚV og útvarpsþáttanna Segðu mér á Rás 1.
Sigurlaug er dóttir útvarpsmannsins Jónasar Jónassonar og dagskrárgerðarkonunnar Sigrúnar Sigurðardóttur. Hún mun sjá til þess að farþegar upplifi og njóti sín til fulls í þessari draumaferð um matargerðarlist Ítala, þar sem fræðsla og umfram allt skemmtileg matarupplifun verður í fyrirrúmi.
Flug
Farangur
Hótel
Fæði
Akstur
Skoðunarferðir
Fararstjórn
Í nafni náttúrunnar
EKKI INNIFALIÐ
Fimmtudagurinn 19. mars – Ferðadagur
Flogið er með Play frá Keflavík. Rúta bíður hópsins fyrir utan flugstöðvarbygginguna og fer með hann beinustu leið heim á hótel, þar sem farþegar geta komið sér fyrir.
Frjáls dagur til að njóta í Marrakech fram að kvöldverði en sameiginlegur kvöldverður verður á Dar Essalam, uppáhalds veitingastað Alfred Hitchcock, þar sem við fáum að njóta nokkurra rétta kvöldverðar með ekta marokkóskum mat.
Föstudagur 20. mars – Bæjarferð – Markaðurinn – Jemaa El-Fna & götubiti
Eftir morgunverð verður hópurinn sóttur heim á hótel og farið í bæjarferð í gömlu borginni innan múranna, þar sem allt iðar af mannlífi. Við förum að elstu moskunni, Koutoubia-moskunni, kíkjum inn í Bahia-höllina, heimsækjum Saadian-grafhýsi konunganna og röltum í gegnum gamla gyðingahverfið, Mellah. Þá kíkjum við einnig í hina fögru Majorelle-garða.
Hádegismaturinn verður að sjálfsögðu að hætti heimamanna á notalegum marokkóskum veitingastað við hlið Bahia-hallarinnar. Eftir hádegismatinn bíður svo rúsínan í pylsuendanum því þá skellum við okkur í fjörið á Souk-inum, hinum víðfræga verslunar- og matarmarkaði í Marrakech. Þar þræðum við saman ólíka hluta markaðarins þar sem öllu ægir saman: leðri, húsgögnum, teppum, silfri, lömpum, fatnaði, kryddum og mat. Það er einfaldlega veisla fyrir öll skilningarvitin að rölta í gegnum Souk-inn. Eftir frjálsan tíma á markaðnum hittumst við á Jemaa El-Fna torginu, sem er á heimsminjaskrá UNESCO, í hinu ótrúlega mannhafi en síðdegis breytist torgið í hálfgerða mathöll með ekta marokkóskum götubita.
Laugardagur 21. mars – Ourika-dalurinn – Berbamenning & -matur.
Eftir morgunverð verður hópurinn sóttur á hótel og haldið út í sveitirnar í nágrenni Marrakech. Við förum í Ourika-dalinn við rætur Atlas-fjallanna. Á leiðinni heimsækjum við heimili Berbanna sem taka á móti okkur með gestrisni sinni með mintutei og heimabökuðu brauði. Þarna fáum við að kynnast hinu daglega lífi heimamanna sem veitir okkur innsýn í líf sveitafólks í Marokkó.
Innar í dalnum verður farið í þorpið Setti Fatma sem er þekkt fyrir fagra fossa í nágrenninu. Þar verður hægt að taka létta göngu upp að fossunum og njóta fjallaloftsins og fallegs útsýnisins. Hádegismatur fer fram á sveitaveitingastað við ána. Á heimleiðinni samyrkjubú marokkóskra kvenna heimsótt en þær sameina krafta sína við að vinna Argan-olíuna víðfrægu og við fáum að kynnast því hvernig það er gert á gamla mátann.
Í lok dags verður keyrt aftur til Marrakech, þar sem farþegar geta notið kvöldsins í frjálsum tíma.
Sunnudagur 22. mars – Leyndardómar matargerðar Marokkó – Kvöldskemmtun úti í eyðimörkinni
Eftir morgunverð fer hópurinn saman á marokkósk matreiðslunámskeið. Um kennsluna sjá heimakonur frá Amal og munu þær kenna að búa til þekkta rétti úr fersku hráefni og ekta kryddum. Að sjálfsögðu verður svo sest saman niður eftir námskeiðið og notið þess sem hópurinn eldaði sjálfur.
Síðdegis er frjáls tími, þar sem tækifæri gefst til að skjótast aftur á markaðinn eða skella sér í til dæmis úlfaldareið, fjórhjólasafarí eða marokkóska heilsulind.
Um kvöldið verður farið á marokkóska kvöldskemmtun úti í eyðimörkinni. Farið verður á Berba-búgarð þar sem okkur býðst ekki aðeins margrétta kvöldverður að hætti Berbanna heldur líka þjóðleg skemmtiatriði: Þjóðdansa, loftfimleikamenn, reiðmenn og þjóðlagatónlist.
Mánudagur 23. mars – Ferðadagur
Frjáls dagur í Marrakech. Hér er tilvalið að byrja daginn snemma og skella sér í loftbelgjaflug yfir sveitunum í kringum Marrakech. Það er líka dásamlegt að kíkja í hammam og argan-nudd í ekta marakkóskri heilsulind. Þá gefst tækifæri til að rölta um götur Medinunnar eða týna sér inni á markaðnum.
Síðdegis heldur hópurinn saman út á flugvöll og flýgur heim til Íslands.
Vinsamlegast athugið
Ofangreind dagskrá er birt með fyrirvara. Tíu þúsund fet áskilja sér rétt til að breyta dagskrá ef á þarf að halda með tilliti til veðurs og annarra aðstæðna, að sjálfsögðu með heill farþega í fyrirrúmi.