Tíu þúsund fet bjóða upp á frábæra skíðaferð á fyrsta flokks skíðasvæði, sem er talið vera eitt fallegasta skíðasvæði austurrísku Alpanna, nærri landamærum Sviss. Skíðasvæðið býður upp á ótrúlega fjölbreytni, þar sem allir geta fundið brekkur við sitt hæfi en svæðið í heild telur um 240 kílómetra af glæsilegum brekkum. Góðar tengingar eru á milli allra svæðanna og fjölda góðra veitingastaða er að finna víðsvegar í snæviþöktum hlíðunum, þar sem notalegt er að njóta matar og drykkjar með útsýni sem svíkur engan!
Áhugasamir geta síðan toppað skíðaferðalagið og skellt sér á risatónleika með hinnu frábæru söngkonu, Cristina Aguilera!
Skíði og tónleikar – blanda sem getur ekki klikkað!
Frábær skíðaferð í austurrísku Ölpunum, þar sem dvalið er í líflegum skíðabæ, Ischgl. Flogið er til Zürich og þaðan keyrt í dýrðina, þar sem skíðað verður alla daga við frábærar aðstæður. Gist er á glæsilegu 4* skíðahóteli sem er vel staðsett. Tveir íslenskumælandi fararstjórar halda utan um hópinn.
Ischgl hefur oft verið kallað Ibiza alpanna og nú ætlum við að láta reyna á það í þessari ferð. Ferðin verður góð blanda af skíðum, góðum mat og almennri skemmtun sem endar á stórtónleikum með Christina Aguilera í ölpunum, ásamt fleiru flottu tónlistarfólki. Top of the mountain, lokahátíðin í Ischgl, er hápunktur skíðavetrarins og hefur engu verið til sparað í gegnum tíðina. Við ætlum að vera á staðnum þetta árið!
Ischgl – þar sem saga og poppmenning mætast!
Í hjarta Tyrol-héraðsins, umlukið tignarlegum tindum Silvretta-fjallgarðsins, stendur Ischgl upp úr sem eitt eftirsóttasta skíðasvæði Evrópu. Hér sameinast óviðjafnanlegt fjallalandslag og vel hannaðar skíðabrekkur og fyrsta flokks aðstaða til skíðaiðkunar.
Bærinn sem stendur í um 2.872 m yfir sjávarmáli er fyrst og fremst vetraráfangastaður, þar sem allar óskir eru uppfylltar fyrir áhugasama bretta- og skíðaiðkendur. Þar er öruggur snjór í víðfeðmum brekkum frá nóvember og fram í maí ásamt hraðskreiðum kláfferjum og skíðalyftum í öllum Ölpunum. Bærinn hefur stundum verið kallaður Íbíza týrólsku Alpanna, þar sem bærinn er þekktur fyrir að fá skemmtikrafta til að halda uppi fjöri og bjóða upp á góðan mat og veigar.
Ischgl er bær í Paznaun-dalnum í hinu austuríska Týrol-héraði, þar sem um 1600 íbúar hafa búsetu. Skíðasvæðið tengist hinum svissneska bæ Samnaun og gerir svæðið eitt af þeim stærstu í heimi. Þar er að finna 240 km langar skíðabrekkur í stórbrotnu landslagi og er góða tengingu að finna til annarra skíðasvæða eins og Pardatschgratbahn, Fimbabahn og Silvrettabahn. Fjöldi krefjandi brekka er að finna á svæðinu en brattasta brekkan er í 70% halla.
Ischgl snýst líka um meira en skíði. Þorpið er þekkt fyrir líflega stemningu, glæsileg hótel, lúxusverslanir og einhverja bestu veitingastaði Alpanna. Hér má njóta alþjóðlegrar stemningar, þar sem kaffihús og knæpur einkennast af góðri stemningu eftir góðan dag á fjöllum. Síðla dags og á kvöldin lifnar svæðið hreinlega við en Ischgl er orðað við að vera með eitt líflegasta „après-ski“ í heiminum, þar sem tónlistin dunar og fjörið ræður ríkjum!
Þriðjudagur
Miðvikudagur
Fimmtudagur
Föstudagur
Laugardagur
Sunnudagur
Vinsamlega athugið
Ítarlegri dagskrá verður birt þegar nær dregur ferð. Ofangreind dagskrá er birt með fyrirvara. Tíu þúsund fet áskilja sér rétt til að breyta dagskrá ef á þarf að halda með tilliti til veðurs og annarra aðstæðna, að sjálfsögðu með heill farþega í fyrrúmi.
,,Við vorum súper sátt, skíðasvæðið var algjörlega frábært, við erum ykkur mjög þakklát fyrir frábæra þjónustu.“
Í ferðinni er mikilvægt að vera heilsuhraustur og vera reiðubúinn til að takast á við líkamlega hreyfingu á skíðum. Hver og einn getur valið sér brekkur og skíðasvæði við sitt hæfi.
Í skíðaþorpinu gistum við á 4* stjörnu skíðahótelinu Hotel Brigette sem er vel staðsett skammt frá miðbænum. Aðstaðan á hótelinu er öll hin snyrtilegasta og þar má finna heilsulind sem gott er að njóta að loknum fallegum skíðadegi.
Hótelið er staðsett við skíðabrekkur þar sem hægt er að skíða í og frá hótelinu. Þar er einnig hægt að nálgast lyftukort og skíðabúnað til leigu.
Herbergin eru öll vel útbúin og hugguleg þar sem farþegar Tíu þúsund feta geta látið fara vel um sig. Morgunmaturinn á hótelinu er fjölbreyttur og vel útbúinn.
Vinsamlega athugið að ljósmyndir af gististöðum, sem birtar eru á heimasíðu Tíu þúsund feta, eru fengnar frá gististöðunum. Þær eru aðeins til þess að gefa hugmynd um útlit þeirra. Tíu þúsund fet bera ekki ábyrgð á því ef eitthvað hefur breyst á gististöðunum frá því að ljósmyndir voru teknar. Tíu þúsund fet stjórna ekki staðsetningu farþega innan gististaða. Athugið einnig að gististaðir geta breyst en þá er ávallt boðið upp á sambærilega gististaði eða betri.
Faratjórar í ferðinni eru Björgvin Vilhjálmsson og Kristinn Óli Hallsson. Þeir þekkja Ischgl skíðasvæðið mjög vel og hafa verið fastagestir á svæðinu undanfarin ár.
Björgvin og Kristinn hafa áralanga reynslu af farastjórn með fótboltaferðir ásamt farastjórn í skíða- og hjólaferðum í Evrópu.
Flug:
Farangur:
Akstur:
Gististaðir:
Fæði:
Fararstjórn
Í nafni náttúrunnar
EKKI INNIFALIÐ
Athugið að listinn er ekki tæmandi og aðeins til viðmiðunar.















