Er fyrirtækið, íþróttafélagið, gönguhópurinn, kórinn, skíðahópurinn, saumaklúbburinn eða vinahópurinn að leita sér að frábærri ferð? Stærðin skiptir ekki máli! Við sérhæfum okkur í að bjóða hópum, litlum sem stórum, af ýmsum toga upp á vandaðar ferðir, persónulega þjónustu og flotta fararstjórn.
Það leiðist engum hjá okkur. Afþreyingarmöguleikarnir eru endalausir allan sólarhringinn, fyrir fólk á öllum aldri. Þá eru ávallt spennandi dagskrárliðir í boði.
Við erum fjölskyldufyrirtæki með reynslumikla fararstjóra sem hafa mikla þekkingu á öllu sem viðkemur ferðamennsku. Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu.
Á ferðunum okkar er að finna úrval glæsilegra veitingastaða þar sem þú getur notið veitinga með þeim sem þér þykir vænt um.
Í ferðunum færðu mikið fyrir aurinn þar sem allt er innifalið og endalaus afþreying í boði, svo sem einstakar skoðunarferðir, sýningar og kvöldskemmtanir.