Ferðaskrifstofan Tíu þúsund fet er í eigu ferðahjónanna Rúnar Kormáksdóttur og Trausta Hafsteinssonar. Þau eru með ríflega aldarfjórðungs reynslu í ferðaþjónustu með Íslendinga á erlendri grundu og hafa komið víða við með hópa. Í tólf ár voru þau búsett á Tenerife þar sem þau voru meðal fyrstu fararstjóranna þar og tóku þátt í að byggja upp áfangastaðinn í þær vinsældir sem raun ber vitni í dag.
Meðal þeirra sem hafa laðað ferðamenn frá Íslandi til Tenerife eru hjónin Rún og Trausti. Þau bjuggu lengi á eyjunni og markaðsettu hana sem góðan áfangastað fyrir sólarsvelta Íslendinga. Í viðtali í Þetta Helst á Rúv sagði Trausti frá því sem ferðamenn hvorki sjá né heyra á þessari vinsælu eyju. Viðtalið finnur þú hér.
