Segðu alltaf já við nýjum ævintýrum!

Erum við ekki að tala um 6 mánaða frí, tvisvar á ári? Hvert er þitt næsta ævintýri?

kr.

Áfangastaðir

Allir okkar áfangastaðir á einum stað

Ekki missa af þessum!

Ævintýri í allar áttir
 

Væntanlegar ferðir

Frábært verð
 

Hvers vegna Tíu þúsund fet?

Áratugareynsla

Eigendur Tíu þúsund feta, Rún Kormáksdóttir og Trausti Hafsteinsson, hafa starfað í 25 ár við margs konar ferðaþjónustu um víða veröld.

Við styðjum heimamenn

Við leggjum mikla áherslu á jákvæð samskipti við heimafólk og viljum tryggja að það fái líka sem mest út úr ferðunum okkar.

Persónuleg þjónusta

Við erum fjölskyldufyrirtæki með reynslumikla fararstjóra sem hafa mikla þekkingu á öllu sem viðkemur ferðamennsku. Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu.

Í nafni náttúrunnar

Þegar þú bókar ferð með Tíu þúsund fetum rennur hluti af verði ferðarinnar til skógræktar á Íslandi.

Minni hópar! Meiri upplifun!

Tíu þúsund fet leggja áherslu á ferðaöryggi, upplifun í smærri hópum, sveigjanleika í ferðatilhögun og ferðafrelsi til að kanna og njóta hverrar ferðar til hins ítrasta. Í smærri hópum gefst okkur kostur á að velja á milli fjölbreyttari gisti- og veitingastaða, m.a. lítilla staða sem eru reknir af heimamönnum í smærri rekstri. Við reynum líka að hafa hópana ekki stóra til að byggja upp betri tengsl á milli farþega okkar.

  • ,,Vorið 2023  fór ég í námsferð til Tenerife ásamt hópi fólks.  Ferðin var mjög vel skipulögð og allar áætlanir stóðust eins og kostur var. Fararstjórnin einkenndist af léttu andrúmslofti, mikilli þekkingu á staðháttum, gleði, öryggi og góðri þjónustulund. Kærar þakkir fyrir mig."

    Svava Aðalbjörg Kristjánsdóttir, kennaraferð til Tenerife í júní 2023
  • ,,Við hjónin viljum þakka Rún & Trausta fyrir leiðsögnina um hinar forn-egypsku slóðir með miklum glæsibrag. Þau eiga þakkir skilið fyrir hve vel þau héldu utan um hópinn og gerðu alla upplifun af ferðinni ánægjulegri. En þar sem þetta er ekki fyrsta ferð okkar, þar sem þau Rún og Trausti eru við fararstjórn, kom það okkur ekki á óvart hversu ágætir fararstjórar þau eru. Takk fyrir okkur.”

    Óli og Sigrún, sérferð til Egyptalands í október 2023
  • ,,Takk, takk elsku Rún og Trausti, þið stóðuð ykkur frábærlega! Ég hef nokkrum sinnum komið til Tenerife en aldrei kynnst eyjunni eins og ég gerði í þessari ferð með ykkur. Ég fór í frábærar ferðir, þar sem allt skipulag var til fyrirmyndar og á meðan ekið var um eyjuna fengum við allskonar skemmtilegan fróðleik, sem notalegt var að hlusta á. Takk kærlega fyrir mig, pottþéttir fararstjórar sem ég mæli með. Hlakka til að fara með ykkur aftur í ferð! “

    Magnea Guðný Hjálmarsdóttir, kennaraferð til Tenerife í júní 2023.
  • ,,Ég fór í ferð til Egyptalands í fyrra, þar sem Trausti og Rún voru fararstjórar í ferðinni. Ég mæli heilshugar með þeim. Traust, skemmtileg og hlý eru lýsingarorð sem koma til mín þegar ég hugsa til þeirra.”

    Martha Ernstdóttir, skoðunarferð til Egyptalands í mars 2023
  • ,,Þegar leiðin liggur til framandi menningarheima er ómissandi að fararstjórarnir séu starfi sínu vaxnir. Við fórum til Egyptalands í fyrra með Trausta og Rún. Þau stóðu sig óaðfinnanlega og leystu úr hvers manns vanda hratt og örugglega, enda fagfólk með áratuga reynslu. Við hlökkum til að ferðast með þeim í framtíðinni.”

    Elín Albertsdóttir og Ásgeir Tómasson, ferð til Egyptalands í mars 2023
  • ,,Við hjónin mælum heilshugar með fararstjórn Rúnar og Trausta. Við ferðuðumst um eyjuna m.a. í rútu, á bíl og fótgangandi og allt gekk eins og í sögu, vel ígrundað, skipulagt og skemmtilegt. Þau voru alltaf með vellíðan og öryggi okkar í huga og maður fann það sterkt. Það besta við ferðina með þeim var hversu fróð þau voru um staðhætti og sögu staðarins, sögðu skemmtilega frá og kynntu matsölustaði innfæddra, leyndar perlur eyjarinnar og náttúruna."

    Eva Rós og Jóhannes, kennaraferð til Tenerife í júní 2023
  • „Einstaklega góð blanda af fræðslu, slökun, skemmtun og mat.”

    Sigríður, ummæli af samfélagsmiðlum
  • ,,Við þökkum kærlega fyrir okkur, góðan félagsskap og frábæra leiðsögn á áberandi fallegu máli.”

    Ingibjörg, ummæli af samfélagsmiðlum
  • ,,Takk fyrir frábæra frammistöðu. Það er dýrmætt að vera vel upplýstur. Vonandi sjáumst við sem fyrst.”

    Helga, ummæli af samfélagsmiðlum
  • ,,Takk fyrir okkur, ég mun sannarlega koma aftur, þið stóðuð ykkur með mikilli prýði”

    Margrét, ummæli af samfélagsmiðlum
  • ,,Þið eruð einfaldlega best. Tenerife verður ekki eins án ykkar.”

    Rósa, ummæli af samfélagsmiðlum
  • ,,Vá, þetta var dásamleg ferð og mikil upplifun! Takk fyrir okkur.” 

    Kristín, ummæli af samfélagsmiðlum
  • ,,Þið eruð bestu fararstjórar sem við höfum haft, hugsaði oft hve örugg þið voruð, það toppar ykkur enginn.”

    Þóra og Sigurjón Ari, ummæli af samfélagsmiðlum
  • ,,Ferðin gekk mjög vel, nutum okkar í botn og skemmtum okkur frábærlega. Fararstjórarnir okkar Rún og Trausti stóðu sig frábærlega og leystu af ljúfmennsku hvers manns vanda og sýndu snilli sína í mannlegum samskiptum. Sérstakar þakkir fyrir frábæra þjónustu og vonandi eigum við eftir að njóta leiðsagnar þeirra aftur á framandi slóðum.”

    Guðmundur Haukur, ferð til Marokkó nóvember 2023
 

Ávallt líf og fjör!

Við viljum að þú skemmtir þér konunglega í ferðum Tíu þúsund feta og að þú snúir aftur heim reynslunni ríkari með þá tilfinningu að þú hafir upplifað eitthvað nýtt og stórkostlegt. Hér má sjá nokkrar myndir úr ferðunum okkar.