,,Allt upp á 10,5! Allt skipulag stóðst 100%. Við vorum mjög sáttir, frábærar aðstæður!“
Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari meistaraflokks karla hjá Val í handbolta
,,Þessi ferð var bara tíu stig. Eða jafnvel tíu þúsund stig. Hér var bara allt upp á tíu, maturinn, hótelið og staðsetningin. Æfingasvæðið eitt af því betra sem maður hefur æft á og öll aðstaða og þjónusta góð. Svo var þjónustan hjá okkar mönnum hjá Tíu þúsund fetum alveg stórkostleg. Við vorum hrikalega ánægðir með þetta og komum pottþétt til með að koma aftur að ári.„
Hermann Hreiðarsson, þjálfari meistaraflokks karla hjá HK
,,Frábært skipulag í virkilega góðri æfingferð. Æfingasalurinn sá besti sem ég hef æft í. Við vorum mjög sátt, frábærar aðstæður og bærinn virkilega hentugur fyrir svona hópa. Þetta er líklega besta æfingaferð sem við höfum farið í, hún var algjörlega uppá 10…þúsund fet!“
Einar Jónsson, þjálfari meistaraflokks karla hjá Fram
,,Þetta er með betri stöðum sem við höfum farið á í æfingaferð. Æfingaaðstaðan er frábær og hótelið er ótrúlega flott. Fararstjórnin var geggjuð. Við mælum hiklaust með og munum örugglega koma aftur.“
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Keflavík
,,Þetta var virkilega góð ferð og allt skipulag uppá 10. Bæði æfinga- og lyftingaaðstaðan alveg til fyrirmyndar. Hótelið er gott og maturinn góður. Stutt í allt. Ég er bara virkilega ánægður og mæli með því að liðin komi í þessa æfingaferð.”
Partrekur Jóhannesson, þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Stjörnunni
,,Við erum búin að vera hér á Tenerife síðustu vikuna með Tíu þúsund fetum og allt upp á tíu. Æfingaaðstaða frábær, öll áætlun gekk upp, rútur voru tímanlegar, hótelaðstaðan góð og maturinn flottur. Í raun allt upp á tíu!“
Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Stjörnunni
,,Ég mæli hiklaust með þessari ferð. Hér er glæsileg aðstaða og allt til fyrirmyndar. Hótelið virkilega gott. Stutt frá hótelinu í höllina og lyftingaraðstöðuna. Stutt í bæinn og algjörlega bíllaus ferð sem er mjög þægilegt. Trausti er búinn að sjá mjög vel um okkur í ferðinni.”
Róbert Gunnarsson, aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Val
,,Ég get sagt það að ég hef farið á fjölda staða á mínum ferli, bæði sem leikmaður og þjálfari, og þetta er með því betra sem ég hef upplifað. Æfingasvæðið er alveg uppá tíu. Vellirnir eru frábærir og öll aðstaðan til fyrirmyndar. Hægt að fara í heitt og kalt, sauna og ýmislegt annað. Hótelið var mjög gott líka með fyrirmyndar aðstöðu og maturinn fínn. Svo ef það var eitthvert vesen þá gátum við bara hringt í töfranúmerið 888 2929 og hlutunum var reddað strax.“
Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari meistarflokks karla í fótbolta hjá Keflavík