Alvöru PEPPARAR hafa séð meira en þeir muna og muna minna en þeir hafa séð

Ert þú PEPPARI?

Alvöru ferðaklúbbur fyrir alvöru flakkara!

FLAKKARINN er óhagnaðardrifinn ferðaklúbbur í okkar umsjón með það að markmiði að hjálpa sem flestum við að láta skemmtileg og ævintýraleg ferðalög út í heim rætast. Í hverjum mánuði fá meðlimir sendar allar bestu ferðirnar til útlanda, öll bestu tilboðin og ýmsar hagnýtar upplýsingar sem tengjast upplifunum og öryggi á ferðalögum.

Hvers vegna að gerast PEPPARI?

Stórskemmtilegur glaðningur!

Eigendur og fararstjórar Tíu þúsund feta, Rún Kormáksdóttir og Trausti Hafsteinsson, hafa starfað við margs konar ferðaþjónustu um víða veröld í 25 ár.

Magnaðir afslættir!

Við leggjum mikla áherslu á jákvæð samskipti við heimafólk til að sýna ykkur áfangastaðinn í sinni skýrustu mynd og til að tryggja að heimafólk fái jafn mikið út úr ferðinni þinni og það gefur af sér til þín.

Bestu tilboðin!

Í öllum ferðum eru reynslumiklir íslenskir fararstjórar með mikla þekkingu á öllu sem viðkemur ferðamennsku.

Villtu finna milljón?

Þegar þú bókar ferð með Tíu þúsund fetum rennur hluti af verði ferðarinnar til skógræktar á Íslandi.

Auglýsingar

Við höfum ekki fundið neina ferð sem samsvarar viðmiðunum þínum

Ótrúlegur ávinningur! Bestu tilboðin!

Fyrstu 1000 meðlimirnir fá óvæntan glaðning fyrir jólin!
Viltu finna milljón? Ef þú pantar ferð hjá Flakkara gæti þú fundið eina milljón króna á hótelherberginu þínu þegar út er komið!

Afslættir hjá ferðaskrifstofum
Langbesta ferðagreiðslukortið sem í boði er hér á landi.
Mánaðarlega ferðaávísun til nota hjá Icelandair og Play flugfélögunum
Happíáer öll síðdegi á virkum dögum
Tækifæri til að snúa lukkuhjólinu á föstudögum með fjölda ferðavinninga í boði
Fyrir hverja ferð sem þau pantar hjá Flakkaranum gróðursetjum við tré fyrir þig á Íslandi!
Öll bestu tilboðin og nýju ferðirnar sem í boði eru á markaðnum
Góða afslætti á öllu mögulega sem tengist ferðalögum innanland og utan.
Aðgang að ferðatímariti Flakkarans
Allskonar fróðlegar og hagnýtar upplýsingar sem tengjast ferðalögum
Möguleika á því að við pössum hundinn fyrir þig, vökvum blómin, vöktum húsið eða þrífum heimilið áður en þú kemur heim aftur.

Ótrúleg tilboð!

Öll ferðatilboðin á einum stað.
 
 

Auglýsingar

Við höfum ekki fundið neina ferð sem samsvarar viðmiðunum þínum

Ferðirnar okkar

Frábært verð
Við höfum ekki fundið neina ferð sem samsvarar viðmiðunum þínum
 
 • ,,Vorið 2023  fór ég í námsferð til Tenerife ásamt hópi fólks.  Ferðin var mjög vel skipulögð og allar áætlanir stóðust eins og kostur var. Fararstjórnin einkenndist af léttu andrúmslofti, mikilli þekkingu á staðháttum, gleði, öryggi og góðri þjónustulund. Kærar þakkir fyrir mig."

  Svava Aðalbjörg Kristjánsdóttir, kennaraferð til Tenerife í júní 2023
 • ,,Við hjónin viljum þakka Rún & Trausta fyrir leiðsögnina um hinar forn-egypsku slóðir með miklum glæsibrag. Þau eiga þakkir skilið fyrir hve vel þau héldu utan um hópinn og gerðu alla upplifun af ferðinni ánægjulegri. En þar sem þetta er ekki fyrsta ferð okkar, þar sem þau Rún og Trausti eru við fararstjórn, kom það okkur ekki á óvart hversu ágætir fararstjórar þau eru. Takk fyrir okkur.”

  Óli og Sigrún, sérferð til Egyptalands í október 2023
 • ,,Takk, takk elsku Rún og Trausti, þið stóðuð ykkur frábærlega! Ég hef nokkrum sinnum komið til Tenerife en aldrei kynnst eyjunni eins og ég gerði í þessari ferð með ykkur. Ég fór í frábærar ferðir, þar sem allt skipulag var til fyrirmyndar og á meðan ekið var um eyjuna fengum við allskonar skemmtilegan fróðleik, sem notalegt var að hlusta á. Takk kærlega fyrir mig, pottþéttir fararstjórar sem ég mæli með. Hlakka til að fara með ykkur aftur í ferð! “

  Magnea Guðný Hjálmarsdóttir, kennaraferð til Tenerife í júní 2023.
 • ,,Ég fór í ferð til Egyptalands í fyrra, þar sem Trausti og Rún voru fararstjórar í ferðinni. Ég mæli heilshugar með þeim. Traust, skemmtileg og hlý eru lýsingarorð sem koma til mín þegar ég hugsa til þeirra.”

  Martha Ernstdóttir, skoðunarferð til Egyptalands í mars 2023
 • ,,Þegar leiðin liggur til framandi menningarheima er ómissandi að fararstjórarnir séu starfi sínu vaxnir. Við fórum til Egyptalands í fyrra með Trausta og Rún. Þau stóðu sig óaðfinnanlega og leystu úr hvers manns vanda hratt og örugglega, enda fagfólk með áratuga reynslu. Við hlökkum til að ferðast með þeim í framtíðinni.”

  Elín Albertsdóttir og Ásgeir Tómasson, ferð til Egyptalands í mars 2023
 • ,,Við hjónin mælum heilshugar með fararstjórn Rúnar og Trausta. Við ferðuðumst um eyjuna m.a. í rútu, á bíl og fótgangandi og allt gekk eins og í sögu, vel ígrundað, skipulagt og skemmtilegt. Þau voru alltaf með vellíðan og öryggi okkar í huga og maður fann það sterkt. Það besta við ferðina með þeim var hversu fróð þau voru um staðhætti og sögu staðarins, sögðu skemmtilega frá og kynntu matsölustaði innfæddra, leyndar perlur eyjarinnar og náttúruna."

  Eva Rós og Jóhannes, kennaraferð til Tenerife í júní 2023
 • „Einstaklega góð blanda af fræðslu, slökun, skemmtun og mat.”

  Sigríður, ummæli af samfélagsmiðlum
 • ,,Við þökkum kærlega fyrir okkur, góðan félagsskap og frábæra leiðsögn á áberandi fallegu máli.”

  Ingibjörg, ummæli af samfélagsmiðlum
 • Lengd flugbrautanna í Keflavík er tíu þúsund fet og það er ávallt gaman að fara þessi tíu þúsund fet í ferðum með Tíu þúsund fetum.

 • Vinnuregla flugmanna er sú að undir tíu þúsund fetum sé óheimilt að ræða saman um nokkuð annað en það sem tengist starfi þeirra og fluginu.

 • Það tekur um 60 sekúndur fyrir manneskju í frjálsu falli að falla um tíu þúsund fet, sé fallhlíf ekki opnuð.

 • Tíu þúsund fet eru mikilvægur áfangi í flugi. Áður en þeirri hæð er náð má ekkert trufla athygli flugmanna í flugstjórnarrýminu en í tíu þúsund fetum er talið að vélin sé komin í örugga hæð.

 • Glæsilegt vænghaf hafarna gerir þeim kleift að fljúga í svimandi hæð! Ernir geta svifið tíu þúsund fet upp í loftið og spara þannig orku fyrir mikilvægari athafnir, eins og að leita að bráð og flytja langar vegalengdir.

 • Þegar flugvél er komin í tíu þúsund feta hæð er hún talin vera í öruggri hæð, þar sem hættan á truflunum minnkar verulega og gerir farþegum kleift að nota rafeindatæki sín.

 • Hljómsveitin Tíu þúsund fet (e. Ten Thousand Feet) var stofnuð árið 2006 og þekktasta lagið þeirra er líklega I See Stars sem kom út árið 2012. Um leið og við vonumst til þess að þið sjáið stjörnur í ferðunum okkar erum við ekki sannfærð um að allir hrífist af tónlist sveitarinnar.

 

Hvað er að frétta?

Auglýsingar

Við höfum ekki fundið neina ferð sem samsvarar viðmiðunum þínum